Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 241
£23
F’ýðíng
á nokkrum greinum úr reglugjörð 8. janúar 1834
um framfærslu ómaga, með áorðnum breytmgum.
4. grein. Svo sem foreldrar eru skyldir að frain færa
og upp ala börn sín, svo er og börnum og niðjurn skylt,
eftir föngum, að fram færa þurfandi foreldra sína, og
skulu peir pví eigi á sveit koma alla pá stund, er börn
ogniðjar megna pá fram að færa. Svo á og hlutaðeig-
andi prestr og hreppsnefnd1 að leitast við að fá aðra
ættíngja pá, er efni á hafa, til að fram færa náfrændr
sína, svo þeir verði eigi vandalausum til pýngsla.
5. grein. J>eir einir fátæklíngar skulu taldir þurfa-
menn, er eigi megna af eignum ramleik að útvega sér
á löglegan hátt hið nauðsynlegasta viðrværi, heldr hljóta,
nema aðrir menn styrki pá, að fara á mis við fæði pað,
klæðnað, húsaskjól, hlýindi og hjúkrun í veikindum, er
ómissanlegt er til viðrhalds lífi peirra og heilsu. Sé ör-
birgð þeirra sprottin af leti, eyðslusemi, slarksemi eðr
löstum, er pað skylda hreppsnefndar og prests að fá
pessu hrundið í lag, með pví að halda mannskepnum
þessum til iðjusemi og til að liaga líferni sínu svo, að
pær verði annaðhvort als ekki eðr pá sem allra minstr-
ar hjálpar purfandi.
6. grein. Nú heíir maðr verið búandi eðr vistfastr2
(vinnandi) 5 ár3 samfleytt4 í sama hreppi frá því er
1) pannig hér og annarstaðar. í stað hreppstjóra, sjá sveita-
stjórnartilsk. 4. maí 1872.
2) Um skilning úrskurðarvaldsins ú orðinu „vistfastr“ sjá kansl.
4. ágúst 1838, 15. apríl 1843, rg. 31. maí 1858, 11. júlí 1866, lh.
16. apríl 1881, 2. febr. 1882 og 3. júní 1884.
3) Nú 10 ár, samkvæmt opnu bréíi 6. júlí 1848, sbr. rg. 15.
sept. 1849, er sogir, að þeir menn, er unnið höfðu sér sveitfesti
1. janúar 1849 með 5 ára vist í sveitarfélagi, peir lialdi sveitfesti
peirri partil peir vinni sér nýa sveitfesti með 10 ára dvöl í sveit-
arfélagi.
4) Sjá kansl. 30. júlí 1836.