Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 61
43
frávilltu þjóðarfulltrúar sína nýju sannfæring og stefnu í
máltnu. En er það nú í sannleika svo, að þjóðin sendi
fulltrúa á alþing til þess að prjedika þar, að hún sje
rjettlaus og viljalaus gagnvart lagasynjunum stjórnar-
iunar, að hún haú ekki fje til þess, að halda fratn lands-
rjettindum sínum lögum samkvæmt, og að hún verði
skeytingarlaus utn liin einstöku velferðarmál sín fyrir þá
sök, að hún veitir því allsherjarlögmáli sínu fullt fjdgi,
sem þau öll velta á ?
fessar ástæður eru þó öfugri en svo, að á þeim
verði nokkuð h}Tggt. Stjórnarskráin 1885 og 1886 er
óhrekjanlegur vitnishurður um þjóviljann á íslandi, og
þessi þjóðvilji og rjettur sá, sem honum fylgir, fellur
ekki til jarðar við staðfestingarsynjun stjórnarinnar; sú
þjóð, sem, eins og Islendingar gera, lætur stórfje svo
mörgum hundruðum þúsunda króna skiptir streyma út
úr landinu einn áratuginn eptir annan, og ver þar að
auki tugurn þúsunda árlega í óeðlilega og jafnvel skað-
lega embættaskipun og dómaskipun inuanlauds, sú þjóð
getur ekki borið það fyrir, að hún hah ekki ráð á því,
að verja sem svarar 9000 kr. í nokkur ár, sem eru fyrir-
liggjandi fje hennar, til þess að halda því máli til streytu,
sem er einkaskilyrðið fyrir því, að sú löggjöf fái fram-
gang, er beinir fjármegun landsins inn í landið í stað-
inn fyrir útúrþví; þessu fer svo fjarri, að maður miklu
fremur gæti sagt, að stjórnarfyrirkomulagið sem nú er,
hafi það í för með sjer, að það væri nauðsynlegt og
tilvinnandi fyrir þjóðina, að alþingi væri háð á liverju
ári, þá mundi það sannast, að hinum einstöku velferð-
armálum landsins yrði meira athygli og betra fylgi veitt
en nú er. En sú ástæða, að sjálfstjórnarmál landsins rýri
þetta athygii, er líkast hinni alkunnu vitleysu : »Vjer
sjáum ekki skóginn fyrir tómum trjám», og oss er það
hulið, hvernig nokkur fulltrúi þjóðarinnar hefur getað
byggt sannfæringu sína á slíkum ástæðum urn það, að