Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 109
91
þvert í gegnum fjallið. Rétt fyrir utan bæinn á Atla-
stöðum er dálítil hvilft í fjallið gagnvart Sandvík, og er
par uppi á fjallinu djúpt vatn afrennslislaust. A Upp-
drætti íslands er Sandvík sett töluvert austar en hún á
að vera. f>ó nú surtarbrandurinn sé nógur og góður í
Sandvík, pá er nærri óvinnandi verk að nota hann til
muna, pví ekki er hægt að lenda í Sandvík nema í
bezta veðri og pað er víst mjög sjaldan á árinu,að bát-
um er par fært íyrir hrimi; pað er heldur ekki hægt
fyrir aðra en færustu menn, að komast upp að surtar-
brandinum, og pess utan er pað mesta mannhætta fyrir
grjótflugi, einkum ef votviðri hafa geugið.
J>egar við höfðuin staðið við tæpa klukkustund í
Sandvík snerum við aptur í Fljótin ; var mikil alda og
barningur fyrir björgin, af pví norðurfallið var á móti,
sér í lagi 1 straumstrengnum út af Kögri; par miðaði
lítið og gaf á, pó mjög lítill væri vindur. J>að var um
flóð, pegar við fórum frá Atlastöðum að Tungu, og sögðu
menn ósinn óreiðan, svo við fórum á flatbotnaðri kænu,
og var pað lítið annað en fyrirhöfnin, pví við urðum
að draga kænuna mest af leiðinni, pví hún flaut ekki,
en óðum með borðstokkunum í djúpri leirbleytu á botn-
inum. J>egar við höfðum staðið við litla stund í Tungu,
héldum við aptur á stað til Aðalvíkur, tókum staf í
hönd og gengum yfir Tunguheiði, pví ekki var hesta að
fá. Gengum við allkappsamlega og komumst upp á
Kjöl, sem er hæst á heiðinni, á tæpri klukkustundu ;
par vorum við komnir 1488 fet yfir sjó. J>egar komið
er upp á Kjölinn, er maður kominn jafnhátt liæstu fjöll-
um hér í Aðalvík, pví bæði hér og annarstaðar á Vest-
urlandi hefir landið upprunalega verið háslétta, en hefir
síðan af áhrifum íss og vatns á geysilöngum tíma klof-
izt í sundur í álmur og múla. Aí Kjölnum sést ágæt-
lega yíir Fljót og dalina og víkurnar inn af Aðalvík, eru
fjöllin öll skorin í sundur í pjötlur og strengi, og eru
alstaðar smádalir og skvompur í bjargbrúnirnar og höfð-