Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 55
37
konu^ííjurnu þingmenn, höfundar nefndarálitsins, minn-
ast ekki með einu orði á aðalundirstöðuatriði stjórnar-
skipunarmálsins frá Islands hlið, og; peir leitast þannig
ekki einu sinni við að sýna fram á, að Islandi sje lorgið
með því stjórnarfyrirkomulagi, sem nú er, þeir verja að
eins með orðaleik hinar rammskökku og einstrengings-
legu skoðanir stjórnarinnar, og það á svo óhyggilegan
hátt, að það hefði miklu betur verið ógert. Hvaðan
skyldi svo stjórnin í Kaupinannahöfn, sem aldrei hefur
stígið fæti sínum á þetta land eður litið það augum,
fá sannan fróðleik um nauðsynjar þess og þarfir, mundi
liún fá hann frá hinum umboðslegu skrifstofum, þegar
ekki bólar öðruvísi á honuin en svona á sjálfu alþingi?
Eða mundi þessi aðferð frá hálfu hinna konugkjörnu
þingmanna vera vel fallin til þess, að samrýma og laða
saman hinar gagnstæðu stefnur stjórnarinnar og þjóðar-
innar, svo að hvortveggja legðust á eitt, að efla hagsæld
og framfarir íslands?
IV.
Vjer ætlum, að hverjum einum megi nú vera ljós
þýðing sú, sem endurskoðun stjórnarskrárinnar 5. jan.
1874 hefur fyrir stjórnarskipunarmál íslands. Án slíkr-
ar endurskoðunar geta íslendingar, eða fulltrúar þeirra
fyrir þjóðarinnar hönd, aldrei hlotið lögfullt atkvæði um
stjórnarskipunarlög sín, að því er snertir samband ís-
lands við Danmörku í hinum sjerstaklegu málefnum þess.
An liennar getur þjóð vor aldrei fengið innlenda ábyrgð-
arstjórn, búsetta í landinu sjálí'u, sem ein getur orðið
luinnug landinu og henni af eigin reynslu og þekkingu.
Án hennar getur þjóðin aldrei komið á þeirri tilhögun
ástjórninni í landinu sjálfu, hina umboðslegu embætta-
skipun, hjeraðsstjórn eða dómgæzlu, som eðlilegust er
eptir staðháttum landsins og hugsunarhætti þjóðarinnar,
og án þessarar endurskoðunar getur þjóðin ekki einu