Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 118
100
I'ramkvæmdarvaldið á íslandi var mjög veikt, og pað
var eigi Jiví að pakka, að þjóðveldið stóð eins lengi og
það gerði, heldur því, að einstakir menn voru jafnan
reiðubúnir til að halda uppi lögum og rjetti. Ari fróði
segir um Skapta þóroddsson lögsögumann: »á hans
dögom urþu marger höfþingiar pc ríkismenn seker eþa
landflótta of víg eþa barsmíþer. of ríkis söcom hans oc
Jandstiórn® (íslendingabók 1887. bls. 13). Lögsögu-
maðurinn hafði hvorki lagaleaa skyldu eða sjerstakt
vald, til þess að refsa höfðingjum eða ríkismönnum, og
því hefur Skapti eigi látið til sín taka, af því að hann
var lögsögumaður, heldur hefurhann gjört það af sjálfs-
dáðum fyrir skörungskap sinn. Margt líkt mætti nefna.
Menn skoðuðu það sem heilaga skyldu að ganga á milli
manna, sem börðust, og þar urðu menn þó að leggja
líf og blóð í sölurnar. jiannig ljet Ljótur, sonur Halls
á Síðu, líf sitt, þegar hann gekk á milli manna á al-
þingi 1012, en eigi æðraðist Hallur faðir hans útafþví.
A Sturlungaöldinni er tíðarandinn farinn mjög að
spillast, en þó hafa menn fram nndir lok hennar ýms
merki um, að forn andi fannst hjá einstökum mönnum.
pegar Kolbeinn ungi og Gissur jiorvaldsson sviku
Sturlu j>órðarson og Órækju Snorrason við Hvítárbrú
árið 1242, þótti nokkrum bændiim úr flokki Kolbeins
þetta hin mestu svik, gengu fyrir Órækju og buðust til
að berjast með honum. jpessir menn bjóðast til að
leggja líf sitt í sölurnar fyrir rjettinn og berjast í móti
sínum eigin höfðingja. Ekki hefur rjettartilfinning þess-
ara manna verið sljóf. En það var þó rjettartilfinning
almennings orðin á þessum tímum, og einkum kveður
rammt að kjarklausu afskiptaleysi ýmsra höfðingja, sem
mesta ábyrgð höfðu og næst stóð að láta til sín taka,
þegar eitthvað fór eigi vel fram.
Arið 1201 var Guðmuudur góði kosinn til biskups
af Norðlendingum. jietta var hið mesta óheillaval.
Oddverjar höfðu þá í langan tíma verið einna atkvæða-