Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 50
32
eins og nú var tekið fram um petta atriði. |>etta blas-
ir beint við hverjum peim, sem með íh'ugun og eptir-
tekt les nefndarálitið.
2. Meiri hlutinn talar um afstöðu frumvarpsins við
stöðulögin.
Hann byrjar á því, að staðhæfa, að enginn efi geti
leikið á pví, að stöðulögin 2. jan. 1871 sjeu til orðin
með lögfullri hlutdeild hins ráðgefandi alþingis (sjá
alþ.tíð. 1867, II. 11—50, 449 495, 611—65. Alþ.tíð.
1869 II. 10—42. 258—279, 353-400). Hið sama er,
að enginu efi getur leikið á þvi, að stöðulögin sjeu til
orðin án lögfullrar hlutdeildar hins ráðgefandi alþingis,
og það af þeirri einföldu ástæðu, að frumvarpið til
þeirra varð ekki einu sinni til fyrri en eptir að þessi þing
voru þegar háð, enda mun það hvergi íinnast í hinum
tilvitnuðu stöðum meiri hlutans, þó að leit að sje með log-
andi ljósi. Hjer gengur meiri hlutinn því blátt áfram
í berhögg við það, sem öllum lýðum er Ijóst um sögu-
lega viðburði. En hann vefur sig þar að auki í mót-
sögn, því að lögfull lilutdeild hins ráðgefandi al-
þingis gat ekki átt sjer stað, lögfulla hlutdeild gat að
eins löggefandi alþingi átt. Samkynja ranghermi og
hugsunarvillur teyma meiri lilutann út í þá fásinnu,
að stöðulögin sjeu nokkurn tíma viðurkennd af alþingi,
sem bindandi lög fyrir Island; ranghermið sj'na bezt
alþingistíð. 1871, er vjer áður höfum vitnað til, og
hugsunarvilla meiri hlutans liggur í því, að hann leitar
að uppsprettu landsrjettinda Islands í stöðulögunum, þar
sem liana ekki er að finna, og blandar þannig saman
rjettindunum sjálfum við viðurkenningu þeirra, sem stöðu-
lögin að eins innihalda og að eins gátu innihaldið, eins
og áður er drepið á, en af þessu flýtur aptur, að til-
vitnun í stöðulögin, sem grnndvöll fyrir landsrjettind-
um íslands, er eigi að eins óþörf, heldur einnig bein-
línis röng og villandi. Að tilvitnun til stöðulaganna 1
sjerstökum lögum Islands, geti á hinn bóginn veitt þeim