Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 93
Í5
undan suðvestursporðinurn á Drangajökli og er jökul-
vatn; rennur liún niður Skjaldfannardal, og eru miklar
holtakrúgur og molhjallar í dalmynninu. Sunnan við
ármynnið er Melgraseyri; pað ér alllangur tangi í sjó
fram og tvöfaldir hjallar fyrir ofan; ennpá ofar er apt-
ur gamall jökulgarður með leirlögum innan um ; par
fyrir ofan eru holtahrúgur með hvilftum og bollum, og
slétta fyrir ofan í dalnum, líklega gamall vatnsbotn.
Selá hefir líklega fyrrum runnið niður milli liólanna
rétt fyrir utan Melgraseyri og myndað tangann, ensíðan
hefir hún brotizt fram hjá Ármúla og skorið sig niður
í gegn um melöldurnar, svo vatnið hrfir pornað upp.
Spölkorn fyrir norðan Ármúla gengur inn fjörður,
sem keitir Kaldalón; pangað fórum við daginn eptir.
I Kaldalóni er mjög grösugt, hlíðarnar fagrar, vaxnar
grasi, víðir og lyngi. Fjorðurinn sjálfur er mjög grunn-
ur og Ieirur inn af; par er riðið yfir um fjöru. Frá fjarð-
arbotni er hér um bil ^/2 míla fram að jökli, og er par
eggslétt, nema livað 3 jökulgarðar ganga í hoga milli
hlíðanna; yzti jökulgarðurinn er grasi vaxinn og hefir
fyrrum verið vaxinn skógi; miðgarðurinn er gróðurlaus
0g sá innsti líka, sem eðlilegt er. Fyrir utan jökul-
garðana eru eintómar leirsléttur, en fyrir innan pá og
milli peirra er sléttan pakin hnullungum og stórri möl.
Fyrir 20—30 árum náði jökullinn út að inusta garð-
inum, en hefir síðan dregizt til baka, svo nú eru 2—300
faðmar frá garðinuin að jökultanganum. Upp að jökli
frá firðinum er svo eggslétt Og kalkilítið, að hæðarmuu-
urinn mun varla vera meiri en 70—80 fet. Á grjót-
eyrunum upp við jökulinn er stráð stórum björgum,
mörg peiria eru ísnúin að utan, en pó pau séu úr eit-
illiörðu blágrýti, eru pau öll sprungin af prýstingnum,
sem pau hafa orðið fyrir undir jöklinum. Basalt- og
dólerítmolarnir hafa nokkurn veginn haldizt, en mó-
bergssteinarnir eru muldir smátt og eru víða smáhrúg-
ur gular og rauðar á söndunum, leifar af pess kouar