Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 100
82
leg fyrir fé á Dynjanda og nokkrum öðrum bæjum;
sögðu þeir að fé dræpist par, ef það gengi í fjöru frá
því í miðgóu þangað til 3—4 vikur af sumri; þetta
kalla þeir »fjörufall« og segja það komi af því, að kind-
urnar eti sjávarorma (skera), sem þá eru í þanginu;
livernig þessu er varið eða hverjar orsakirnar eru, veit
eg ekki með vissu. Fyrir neðan Höfða er marbakki hár
með leirlögum; fyrir ofan Höfðaströnd er móskurður
fjarska þykkur utan í hlíðinni; stálið er opt 4—5 álnir
á hæð. A leiðinni frá Höfðaströnd að Stað er háls,
sem lieitir Staðarheiði; hann er 389 fet á hæð. Upp
frá Stað gengur Staðardalur, mikill dalur og grösugur,
og heint á móti dalur frá Snæfjallaströnd upp frá Skarði;
þar eru miklar ísaldarrústir í dalmynninu, og örskammt
yfir fjallgarðinn. Hjá Stað er graslendi mikið og engj-
ar, og niður við sjóinu er kotahveríi dálítið. A Stað er
torfkirkja fremur fornfáleg; þar er Maríumynd gömul í
kirkjunni og málaður prédikunarstóll með myndum af
guðspjallamönnum og af prestinum, sem gaf hann.
Frá Stað í Grunnavík fór eg yíir í Aðalvíkursókn
sjóveg yfir Jökulfirðina að Sléttu. Mér þótti of mikil
tímatöf og ógjörningur að hrönglast með hestana inn
fyrir Jökulíirði, og höfðurn við því ekki annan farang-
ur með okkur en hnakkana og töskur, og ætluðum svo
að fá hesta í Sléttuhreppnum, en það gekk mjög treg-
lega, því flestöll hross höfðu fallið um vorið úr harð-
rétti, svo hnakkarnir urðu okkur aðeins til trafala, því
við urðum víða að fara gangandi. Tveir menn fluttu
okkur á kænu yfir að Sléttu, og var úthúningur allur
hinn lélegasti. Úr Grunnavíkinni rérum við inn með*
Staðarhlíð inn undir Gathamra, en úr því mátti koma
við segli yfir að Sléttu. Gathamrar eru ekkert annað
en hasaltgangur, sem stendur út úr herginu, og eru
tvö göt í gegnum hann; ganga kalla menn hér vestra
opt strengberg, af því þeir ganga eins og strengir upp