Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 101
83
í gegnnm björgin. Á' Sléttu gátum við aðeins fengið
eina bykkju yíi!' heiðina að Stað í Aðalvík; liinar voru
dauðar úr bor. Slétta er kristfjárjörð, en presturinn í
Yatnsfirði fær leigur og landsskuld með peim skilmála,
að hann taki pyngsta ómaga hreppsins til framfærslu.
I jarðabók Arna Magnússonar 1710 stendur: >kvöð
helir sú verið langvarande að færa prestenum að Vatns-
firði einn brennivínskút ásamt landskuld og leigum, sem
ekki liefir til reiknings komið upp 1 nokkur peirra skulda-
skipti, en fyrir 15 eða 1G árum voru 2 ábúendur og
skeinkte pá sinn kútenn livör, sem sagt er að staðar-
haldarenn hafe pó að nockru launað«. Garðanes fyrir
utan Sléttu við sjóinn segir jarðabókin að áður liafi
verið verstaða, og liafi par gengið 4—6 skip, og galt
liver maður, er réri, staðarhaldaranum í Yatnsfirði
einn fjórðung fiska í vertoll. Staðarheiðin er stutt, en
fremur hrjóstrug; hún er jafnhá Grænuhlíðum og 838
fet á hæð. Niður af heiðinni fer maður niður í botn-
inn á Fannadal, niður bratta skafla; blasir par við Að-
alvíkin, og er par mjög grösugt og fagurt að líta yfir
landið. Upp frá Stað eru fagrar engjar og par er vatu
allstórt, og melar fyrir framan; vatnið er grunnt og
lcvað ekki vera meira en 4 álnir á dýpt; úr pví rennur
lækur, sem kallaður er Strengur. Upprunalega hefir
líklega vatnið verið lón upp af víkinni, og hefir síðan
skilizt frá sjó, eins og mörg önnur vötn liér í víkunum.
Seinni hluta dags fórum við gangandi upp í Staðarskörð,
til pess að skoða surtarbrandinn, sein par er. Gengum
við upp með Skarðagili, og er par ofarlega, 400 fet yfir
sjó, Brandbrekka, og í gilinu að vestanverðu rauðleitar
skriður. Efst í barðinu er nokkuð af surtarbrandi, en
allt neðar hulið rauðleitum fitukenndum leir. Sumstað-
ar er leirinn bleikur og í honum rauðir hnúðar og kúl-
ur, en enga fann eg par steingjörvinga. Barðið er um
30 fet á hæð; par er neðst gráleitt móberg stórgcrt.
G*