Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 138
erfir. En ef hann leggst 1 leti og ómennsku, evðir
hann pessu fje, sem aðrir hafa unnið fyrir. Eins er
með rjettinn. Ef vjer leggjumst í leti og ómennsku,
missum vjer hann. |>ess vegna er það skylda livers
manns að gæta pess rjettar, sem fenginn er, og að
minnsta kosti er það óhæfilegt, að ámæla þeim, sem
taka staríið af hinurn og herjast til þess að halda uppi
rjettinum og efla hann.
Eins og það er víst, að engin pólitisk rjettindi eða eins
og opt er sagt ekkert frelsi er fengið nema fyrir baráttu,
eins er það víst, að engin slík rjettindi og ekkert frelsi
haldast uppi nema fyrir baráttu. |>etta einfalda hoðorð:
>I>ú skalt eigi stela«, hefur fyrst komizt í krapt og
orðið gildandi eptir mikla baráttu. Hvílíka haráttu
þurftu eigi hinir betri menn í San Francisko til þess að
hnekkja valdi þjófanna? En það þarf einnig mikla
haráttu til þess að halda því í gildi. Einstakir menn,
hreppstjórar. sýslumenn, fangaferðir o. fl. mega ávallt
vera reiðuhúnir til þess að halda því í gildi og refsa
þeim, sem brjóta boðorðið.
Af því að órjettinum linnir aldrei, af því að menn
hætta aldrei að stela, af því að margir jafnan brjóta
lög og rjett, þá er svo áríðandi að fara eptir boðorðinu:
>þol eigi órjett«. Eorfeður vorir misstu frelsi sitt fyrir
afskiptaleysi. |>eir, sem brjóta rjettinn, eru ámælis-
verðir, en þeir, sem fyrir dáðleysi þola órjettinn, eru
engu síður ámælisverðir. Og sú þjóð er aum, þar
sem engir láta til sín taka og skipta sjer ekkert af,
þótt rjetturinn sje brotinn.
í( Ef íslendingar eiga að nota það frelsi rjettilega,
sem þeir hafa og óska eptir, þá verður rjettartilfinning
þeirra að verða næmari en hún er og þrekmeiri. Hinir
hetri menn verða að gæta þess vandlega, að lög og
rjettur sje eigi hrotinn að ósekju, hætta að vorkenna
lögbrjótum og rjettarspillum, en gjöra sitt til að þeir
fái makleg málagjöld.