Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 121
103
vallt verið lialdið fram af beztu mönnum á öllum öld-
um. Það eru óteljandi setningar í biblíunni, sem brýna
petta fyrir mönnum, en jeg vil ekki fara út í pað, pví
að pað á ekki við, að blanda lienni inn í petta mál,
en aptur á móti vil jeg taka hjer upp orð, máli mínu
til sönnunar, priggja íslenzkra manna, sem eru einhverjir
hinir beztu kennimenn Islands, Hallgríms Pjeturssonar,
Jóns biskups Yídalíns og Helga biskups Thordersens.
Orð pessara manna sýna, hversu peir hafi metið rjett-
inn mikils og talið pað skaðsamlegt, að ólög og rang-
indi væru óátalin.
Hallgrímur Pjetursson segir svo:
Jeg spyr: livaS velclur, ódyggð flest
eykst nær daglega’ og tjölgar mest ?
Umsjónarleysi’ er orsök hæst,
eigin gagnsmunir pessu næst:
miskunn, sem heitir skálkaskjól,
skygnist eptir um fánýtt hól;
óttinn lðgin svo þvingar þiátt,
þora þau ekki að líta hátt.
(Passíusáimar 28. sálm. ti. v.).
J>etta sýnir hugsunarhátt liins mikla sálmaskálds;
pess skal að eins gelið, að eptir pví sem pá voru tím-
arnir, á Hallgrímur Pjetursson með orðinu »umsjónar-
leysi* við alveg hið sama og hjer er kallað prekleysis-
afskiptaleysi. 0 msjónarleysi snýr sjer meira gagnvart
yfirvöldunum, par sem hjer er snúið sjer meir til hinna
beztu manna.
f>á ann meistari Jón Vídalín eigi síður lögum og
rjetti og liatar ólög og rangindi. Get jeg ekki stillt mig um,
að taka hjer kafla úr prjedikun hans á sjötta sunnudag
eptir trínitatis, par sem hann hugleiðir, hvort pað sje
rjett eða ekki að leita rjettar síns, og farast honum
pannig orð:
»Eður er veröldin svo einlit, að ekki finnist í
henni bæði svart og hvítt? Svo heilög, að ei finnist
hæði vondír og góðir? |>ví er pá einsætt fyrir pá, sem