Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 7
bls. 1—6). Til þess að safna saman pví, sem enn kynni
að mega fá að vita um æíl pessa mikla og ágæta manns
til fyllingar og auka við pað, sem áður er kunnugt,
pyrfti mikiun tíma og fyrirhöfn, par sem pað er á víð
og dreif, og óvíst jafnvel livort fengurinn yrði mikill,
par sem peir eru flestir dánir, er lielzt gætu verið til
frásagna, en bréfum hans að líkindum mikið til glatað,
sem hefðu mátt verða til nokkurrar verulegrar upplýs-
ingar.
Tómás Sæmundsson var fæddur á Kúhóli í-Austur- . /-
Landeyum^l807.. Faðir hans var Sæmundur bóndi Ög- ‘
mundsson'^og móðir hans Guðrún Jónsdóttir. Ólst
Tómás upp í föðurhúsum pangað til hann var 15 vetra.
Á 'peim árum liefir Sæmundur flutt sig að Eyvindar-
holti undir Eyafjöllum. J>egar Tómás var 15 vetra,
kom faðir hans honum til kenslu að Odda, til Stein-
grínrs prófasts Jónssonar, er síðar varð biskup, hins
bezta kennara og ágætasta manns. Segir Steingrímur í
í einu af bréfum sínum, að sér hafi geðjast prýðilega
að gáfum hans, iðni og ástundun, enda mintist Tómás
eins að sínu leyti læriföður síns jafnan með innilegri
elsku og virðingu og liélzt petta vináttusamband peirra
alla æfi og varð æ innilegra pótt ekki væru peir í öllu
samdóma1 2. LFm petta leyti var Steingrímur kallaður til
1) ögmundiu' var prestur síbast á Krossi (f 1805). Hann var
sonur Högna prúí'asts á Breiðabólstaö. Sera Ilögni var af binni
nafnkunnu Eytlala ætt og frá honum eru komnar miklar ættir
(sbr. Fjölni 3. ár. bls. 33). Móbir Sæmundar og kona séra Ög-
mundar höt Salvör Sigurbardóttir frá Ásgarði í Grímsnesi.
Guðrún kona Sa’mundar^ var af fjölmennri bændaætt í Rangár-^/y- ^ 2
vallasýslu; hún var dóttir Jóns bónda í Ilallgeirsey Ólafssonar; ‘ ■'<'
móðir Guðrúnar, kona Jóns, l.ét Jórunn Sigurbardóttir frá Búðar-
hvoli í Landeyum.
2) Steingrimur Jónsson var maður islenzkur í anda og er eptir-
tektavert, að tveir liinir pjóblogustu menn og mestu skörungar
aldar vorrar, Tómás Sæmundsson og Jón Sigurðsson, fengu fyrstu
mentun undir lians handleiðslu.