Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 131
113
inn, sem maðurinn íinnur til, þegar rjettur lrans er
brotinn, ber ósjálfráðan vott um, bvað rjetturinn er
fyrir hann, fyrst hann, einstalilinginn, en því næst
einnig hvað hann er fyrir mannlegt fjelag. A þessu
eina augnabliki kemur , hin sanna þýðing og hið sanna
eðli rjettarins betur í ljós í hugarhræringunni, í tilfinn-
ingunni, eins og hún kemur fram, heldur en í rólegri
nautn rjettarins um mörg ár. Sá sem eklci hefur lært
að þekkja þennan sársauka annaðhvort hjá sjálfum sjer
eða öðrum, veit eigi hvað rjettur er, og það þótt hann
hefði allan »Corpus juris«1 í höfðinu. J>að er eigi skyn-
semin, heldur tilfinningin, sem getur gefið liugmynd
um, livað rjetturinn er; þess vegna hefur málið með
fullum rjetti nefnt liina sálarlegu frumlind alls rjettar
rjettartilfinningu“ (s. b. bis. 40—41).
»Sjerhver, sem finnur til hryllingar, siðferðislegrar
reiði, við að sjá kollsteypingu rjettarins af gjörræðinu,
hefur hana (o; hina háleitu hugsjón). |>ví að þar sem
tilfinningin, sem vaknar við rjettarbrot er maður sjálf-
ur líður, hefur snert af eigingirni, hefur þessi tilfinning
rót sína í valdi siðgæðisins yfir mannlegu geði; það eru
mótmæli þrekmikils siðsemdarmanns gegn brotinu á
rjettinum, sem ber hinn fegursta og áþreifanlegasta vott
um, hvað rjettartilfinningin getur framleitt af sjálfu
sjer — siðferðislegan kost, sem er jafn unaðsfullur og
lærdómsríkur fyrir athugan sálarfræðingsins, sem fyrir
ímyndunarafl skáldsins. Að minni vitund er það engin
önnur hugarliræring, sem getur eins skyndilega gjört
jafn stórkostlega umbreytingu hjá manninum og þessi,
því að það er kunnugt, að jafnvel liinir mildustu og
hógværustu menn geta við þetta orðið ákafiega æstir, en
þetta er sönnun fyrir því, að það hafi verið komið við
1) Corpus juris er liin nafni'ræga róraverska lögbók Justiniana
kéisara.
Andvari XIV.
8