Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 72
54
fell milli kvosanna; eyrar eru mjög víða út í fjörðinn
frá báðum hliðum, malarkambar við sjóinn og bolta-
hjallar og urðir í hverju dalmynni. |>ví innar sem
dregur, pví minna eru fjöllin sundurskorin, hvilftirnar
eru grynnri og brúnirnar opt óslitnar langa leið. Víða
hafa skriður fallið 1 sjó fram; á einum stað innarlega að
norðanverðu hafði myndazt pvengmjó bryggja iangt út
í sjó af eintómu stórgrýti, sem fallið liafði niður
í sjó; mesti urmull af æðarblikum hafði leitað skjóls
hlémegin við bryggjuna. Dalurinn inn af Dýraíirði er
sáralítill; þar er skeifumyndaður fjallahotn með mörgum
sköflum, pví fjörðurinn hefir skorizt svo langt inn í
landið, að Gláma er rétt fyrir ofan brúnirnar.
Frá pingeyri fórum við með sjó fram út fyrir
Hafnarnes að Lokinhömrum. í Haukadal er porp tölu-
vert, barnaskóli og höfn góð, Haukadalsbót; við urðum
að flýta okkur vegna aðfalls, af pví tvær ófærur eru á
leiðinni, komumst við klakklaust fyrir innri ófæruna; par
ganga pverbnýptir hamrar í sjó fram og hefir brimið
sorfið í pá liellra og skvompur, sjást víða í holunum
stórir hnullungar, sem hringsnúast i briminu og sverfa
bergið. Björgin eru pverhnýpt út með og sjást ldágrýt-
islögin glögglega eins og strengir í vegg, en örmjó mal-
arræma er með sjónum og verður maður að klöngrast
eptir lienni með hestana, og er pó víða mjög stórgrýtt;
við komum snöggvast við í Hraunsdal; pað er dalkvos
líkt og Valpjófsdalur og hár malarkambur fyrir framan;
fremst í dalnum eru urðarholt ill yfirferðar og hefir
dalurinn líklega tekið nafn af peim. Fyrir utan Hrauns-
dal er versti vegur og varla fær með hesta, enda er par
víst sjaldan farið; við urðum optast að teyma hestana,
pví í fjörunni er eintómt eggjagrjót og skriður sum-
staðar, en á milli hált og brimsorfið stórgrýti; komumst
við með illan leik fyrir ytri ófæruna, af pví svo mikið
var fallið að, að við urðuin að fara með hestana sel-
ílutning fyrir hamrana um stórgrýtisurð, sem sjór var