Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 225
sem í þessu. Ýmist er tíminn 1 ár alt upp að 15 ár-
um, eðr svo er ákveðið, að þar skuli maðr sveitfastr
vera, er liann lieiir lengst dvalið tiltekinn tíma, til
dæmis 10 síðustu árin áðr bann varð sveitpurfi,
hvort sem liann svo hefir verið par langa stund eðr
skamma. önnur skilyrði eru og tiltekin í sumum fram-
færslulögum, svo sem hjónaband, skattgreiðsla, fasteign
er maðr átti í einum hrepp. |>að er og enn í lögum,
að par skal maðr talinn sveitfastr, er hann varð fyrst
sveitpurfi. Fæðíngarhreppr manns kemr eigi til greina,
en sveitvinníngstíminn er pá talinn frá 18 ára aldri
eðr og frá tvítugs aldri. Reglu pessari má telja pað til
gildis, að hún er einföld og eigi vafníngssöm. En valdíð
getr hún ójöfnuði, sem reglan um lögfæðíngarhreppinn,
og í annan stað orðið tilefni til ýmsra hauda á flutn-
íngi manna úr einu sveitarfélagi í annað, og pví orðið
tilefni til ófrelsis 1 atvinnu manna, ef löggjafarvaldið er
nærsýnt og ber litla virðíng fyrir mannréttinum. Hér
á landi og víðar hafa menn fært vinnuhreppnum langa
pað til gildis, að framfærsluréttr manns eðr sveitfestin
væri endrgjald fyrir gagn pað, er maðrinn ynni sveitar-
félaginu. Astæða pessi er oftast harðla veik. Sé maðr-
inn lijú, dagkaupamaður eðr í annari peirri stöðu, að
hann greiði lítið til sveitar og sé lítt liðsinnandi til
gagnsamlegra fyrirtækja og framkvæmda, pá verðr gagn-
ið lítið fram yfir kaup pað og önnur hlunnindi, er
maðrinn hefir upp borið. Að minsta kosti er félagið
vanalega talið í minni skuld við einstaklínginn en ein-
staklíngrinn við félagið. Öllu gildari og pýðíngarmeiri
er önnur ástæða, er hérlandsmenn munu hafa gefið lítinn
gaum. Er ástæðan sú, að líklegast er, að par bjargist maðr
bezt, ög verði einnig léttbærastr, sé hann annars purfamaðr,
er hann dvalið hefir langan tíma. J>ar er hann orðinn
vanr vinnu og atvinnubrögðum; par er hann orðinn
kunnugastr, og búinn að útvega sér kunníngja, félags-
bræðr, vini og enda hjálparmenn. Einkum er pó á-