Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 80
og riðum svoaptur að Dynjanda, kringum Borgarfjörð ogað
Bafnseyri. þaðan fórum við vanalega pjóðleið á ísa-
fjörð ; frá Bafnseyri yfir Bafnseyrarheiði, sem er 1728
íet á liæð; sjóveg með hesta og farangur yfir Dýrafjörð
frá pingeyri. svo yfir Gemiufallsheiði; par skerst fjali-
garðurinn nærri í sundur, og er heiðin pví ekki nema
749 fet á liKið ; síðan frá Holti í önundarfirði yfir
Breiðdalsheiði; haíð hennar er 1906 fet. — þessa daga
var kalsaveður, af pví hafísinn var að hrekjast nálægt
landi, svo um miðjan dag 23. júlí var liitinn upp á
Breiðdalsheiði ekki meiri en C., og varð pó tölu-
vert kaldara næstu daga á eptir.
Hinn 25. júlí fór eg frá Isafirði út í Bolungarvík
til pess að skoða surtarbrandinn í Stigahlíð. Skammt
fyrir utan Isafjörð er dalverpið Hnífsdalur; par er út-
ræði mikið og snoturt fiskiporp, eitt hið laglegasta á ís-
landi; paðan liggur vegurinn út með Óshlíðuin út í Bol-
ungarvík; vegurinn er allgóður, en göturnar liggja hátt
og eru tæpar, sumstaðar ganga klettarnir heint niður í
sjó, sumstaðar er urð í fjörunni, en hrikalegir klettar
fyrir ofan; illt er að halda hér góðum vegi, af pví sífellt
steinhrun er úr klettunum. Upp af Bolungarvík er
töluvert undirlendi og ganga tveir dalir upp milli fjall-
anna, ejrstri dalurinn er stærri, eru par sandar miklir
framan til, en vatn fyrir ofan og bæir við vatnið að
vestanverðu og fyrir ofan pað. Vestar standa búðirnar
í röðum fram með sjónum, og er pað stórt porp að sjá
tilsýndar og mannmargt, pegar vermenn búa par. Nýrri
búðirnar eru flestar allvel byggðar, eins og baðstofur á
lopti, og eru veiðarfærin geymd niðri; eldri búðir eru
líkar bóðum í Grindavík og Selvogi. I Hnífsdal eru
efnaðir menn og duglegir, en Bolvíkingar eru fátækir
og lítilsigldir, og hafa ekki orð á sér fyrir að vera nein-
ir sérlegir snyrtimenn, en vonandi er að pessi gullfall-
ega veiðistaða taki framförum með tímanum.—Til pessað
komast að surtarbrandinum gengum,við upp fjallsliornið fyr-