Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 28
10
eins og hún hingað til hefur gjört um lieilan manns-
aldur, mundi reynast engu minni en Dana sjálfra.
Yjer ætlum þannig, að það hljóti að vera öllum
Ijóst, að Islendingar eiga fullkonina, fortakslausa lieimt-
ingu á því, að vera viðurkenndir, sem sjerstök og sjálf-
stæð þjóð, og að innlimun íslands í Danmörku liaíi því
frá almennu lögfræðislegu og stjórnskipulegu sjónarmiði
ekki við annað að styðjast, en bersýnilegustu rangindi,
enda hlýtur pnð að vera hverjum skynberandi manni
IjÖst, að uppsprettunnar til laudsrjettinda Islands eða
pjóðrjettinda íslendinga er ekki að leita í neinni álykt-
un eða lögveiting liins danska löggjafarvalds, og pví
síðui' í neinni ákvörðun stjórnarinnar í Kaupmannahöfn.
J>essi rjettindi eru pvert á móti geíin í eðli og afstöðu
íslands sjálfs. Menn mega ekki hlanda saman viður-
kenningu rjettindanna og sjálfum peim. Jrað er oss ó.-
sjálfrátt, pó að stjórnin í Kaupmannahöfn eða löggjafarvald
Dana taki inn í lög sín ákvæði, neitanir og viðurkenn-
ingar um landsrjettindi íslands og pjóðrjettindi íslend-
inga, en pað er oss sjálfrátt, að neyta skynsemi vorrar,
til að sjá pað og sannfærast um pað, að Danir geta
ekki með rjettu verið löggjafar eða lögstjórnendur ís-
lendinga fremur en íslendingar Dana, að sjá og sann-
færast um pað, að hver helzt pau lög pess vegna, sem
löggjafarvald Dana eitt sjer sennir og samþykkir um
Islands mál, eru -ekki og geta ekki verið bindandi lög
fyrir ísland, nema pví að eins, að pau einnig nái stjórn-
skipulegu samþykki hinnar íslenzku pjóðar, eður lög-
maítra fulltrúa hennar. Annað mál er pað, að Ísland
f/etur ekki fært sjer í nyt landsrjettindi sín, nema innan
þeirra innlimunartakmarka, sem stjórnin í Kaupmanna-
höfn hefur með valdi og pvert ofan í mótmæli hinnar
íslenzku þjóðar sett og skipað með hinu núverandi
stjórnarfyrirkomulagi. Jressum mismun á viðurkenningú
landsrjettinda vorra frá hálfu stjórnarinnar í Ivaup-