Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 29
n
mannahöfn og landsrjettindunum sjálfum, má enginn
íslendingur glejuna, og með þenna mismun fyrir augum
er auðvelt að skilja rjettarstöðu íslands gagnvart peim
lögum Dana, er stjórnin heldur fram sem óhagganleg-
um bindandi lögmálum um stjórnarskipun íslands og
stjórnarsamband pess við Danmörku. J>að er auðsætt,
að ísland getur notið landsrjettinda sinna, að svo miklu
leyti, sem þau eru viðurkennd í þessum lögum, án þess
að þeir hafl með því á nokkurn hátt ofurselt sig eður
gengizt undir löggjafar- og stjórnarvald Dana, því að þessi
lög eru eins og vjer höfum sagt, ekki tilveruorsök lands-
rjettindanna, heldur að eins mælikvarði fyrir þeiin tak-
mörkum, sem stjórnin og hið danska löggjafarvald eptir
eigin geðþótta hefur sett fyrir viðurkenningu þeirra,
með öðrum orðum: mælikvarði fyrir því ofríki og þeim
yfirgangi í löggjafar- og landsstjórnarmálum, sem stjórn-
in beitir gegn íslandi og fortakslausum rjettindum þess.
J>að er þannig alveg ljóst, að þótt grundvallarlög Dana
frá 5. júní 1849 væru svo að skilja, sem að öðru leyti
á engan liátt verður út úr þeirn dregið, að Island skyldi
vera með þeim innlimað í Danmörku á þann hátt, sem
nú á sjer stað í löggjafar og stjórnarframkvæmdinni,
hvað íslands mál snertir, þá yrðu þau ekki öðruvísi
skoðuð en ólögmæt árás á sjálfstjórnarrjettindi íslands
og yfirgangur löggjafarvalds Dana gegn þeim landsrjett-
indum þess, sem það öðlaðist jafnhliða og jafnfætis
Danmörku við afsal einveldisins 1848, og á hinn bóg-
inn, þótt þessi lög væru svo að skilja, að þau alls elcki
hefðu viljað skerða stjórnskipulegt jafnrjetti íslands gagn-
vart Danmörku, þá er iangt frá því, að þetta jafnrjetti
Islands væri myndað eða til orðið með þessum lögurn,
heldur að eins viðurkennt. Allt liið sama gildir um liin
endurskoðuðu grundvallarlög Danmerkur 28. júlí 1866.
í>ó að það liefði verið meiningin í 15. og 16. grein þess-
ara laga um skipun og verksvæði ríkisráðsins, sem
heldur ekki verður á nokkurn hátt leitt út úr þessum