Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 39
21
fyrri, samþykkja íslendingar lögformleg stjórnarskipun-
arlög f'yrir ísland, en Dauir, samþegnar vorir, einu ári
seinna fyrir Danmörku, eða 1849. Menn sjá þegar á
þessu, live herfilesrur misskilningur og missögli það er, að
með hinni endurskoðuðu stjórnarskrá sje hafin ný stjórn-
arbarátta frá Islands hálfu. Hver sem þetta segir, hann
misskilur gjörsamlega gang og sögu stjórnarskipunar-
málsins og það millibils- og bráðabirgðar-stjórnarfyrir-
komulag, sem stjórnarskráin 5. jan. 1874 einungis gat
myndað samkvæmt skýlausum yfirlýsingum og fvrirvara
alþingis 1873. þvert á móti er hin endurskoðaða stjórn-
arskrá, hið fyrxta fotmál áfram í stjórnarbaráttu ís-
lands. A undan stjórnarskránni 5. jan. 1874 stóð al-
þing með álit og bænir um stjórnarskipunarmál Islands
gagnvart einræði og stjórnarofríki ráðherrastjórnar Dana;
en þessi lög veita alþingi, þrátt fyrir galla þeirra að
öðru leyti, að formi og efni, vald og rjett til þess, að
gera þá fyrstu stjórnskipulega ályktun um þetta mál.
Allt þangað til, hvort sem þess verður lengi eða
skammt að bíða, að þau stjórnarskipunarlög, sem hið
löggefandi alþingi hefur samþykkt, öðlast staðfestingu
konungs vors, bj?r þjóðin á Islandi undir valdboðnum
stjórnarskipunarlögum.
Um leið og vjer því verðum að halda því föstu,
að hin endurskoðaða stjórnarskrá frá 1885—1886 er,
rjett skilið, liið fyrsta stjórnskipulega fótmál, sem
íslendingar hafa stígið í framsókn sinni, verðum
vjer einnig í sambandi við þuð, að lýsa yfir því,
að landshöfðinginn, fulltrúi stjórnarinnar, á alþingi
1887 bar fram í efri dei^alþingis bersýnilega rangfært
mál, er liann sagði, að hið siðasta ráðgefandi /alþingi,
1873, hefði »capitulerað«, eður lagt niður vopnin og
gefizt upp í stjórnarbaráttu sinni', þvíað þetta gengur í
berhögg við óhrekjanlegan sögulegan viðburð, því að ineð
L U
1) þingt. 1887, A, bls. 329.