Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 37
Í9
og hennar eigin geðpekknis valdboðum í stjórnarskránni
5. jan. 1874, prátt fyrir pað pótt livortvegga þessi lög
viðurkenni sjálfstjórnarrjettindi Islands öldungis ský-
lausuni ákvæðum.
I grein, sein prentuð er í Andvara 1885', er með-
al annars ljóslega skýrt frá hinum sögulegum aðdrögum
til stjórnarskrárinnar 5. jan. 1874, þar sem leidd eru
rök að því, að stjórnin hafði enga minnstu heimild til
frá hálfu hins ráðgefandi alþingis 1873, að láta setja
þessi lög, sem endileg stjórnarskipunarlög fyrir ísland, er
það fyrirfram áskildi alþingi breytingu á þeim, að ein-
um 6 árum liðnum, þá breytingu, sem kæmi stjórnar-
skipunarlögum landsins í fullkomið samræmi við óskert
landsrjettindi þess, og þetta heimildarleysi stjórnarinnar
er því augljósara, sem stjórnarskráin 5. jan. 1874 ekki
einu sinni fullnægir aðalskilyrði varauppástungu alþing-
is, sem var það, að ísland fengi fullt löggjafarvald og
fjárforræði með sjerst'ökum íslenzkum ráðgjafa, sem hafi
ábyrgð á stjórnarstörfum fyrir alþingi; því þessi stjórn-
arskrá, eins og stjórnin sjálf skilur hana og beitir henni
í löggjafarmálum íslands og stjórnarframkvæmdinni,
leggur íslands mál undir liið almenna löggjafarvald í
ríkisráði Dana, eður með öðrum orðum ákveður þá
stjórnarskipun, sem er varauppástungu alþingis gagn-
stæð. |>að getur því enginn vali verið um það, að
stjórnarskráin 5. jan. 1874 eru valdboðin lög hæði að
formi og efni. |>au hafa enga stoð í vilja eða sam-
þykki hinnar íslenzku þjóðar. Efumvarpið til þeirra
hefur alþingi ekki sjeð, heldur er það samið og ályktað
af ráðgjöfum Danmerkur í ríkisráðinu, og innihald lag-
anna er í fjöldamörgum greinum, auk þess aðalatriðis,
sem vjer tókum fram, þvert á móti fyrirfram yfirlýst-
um kröfum og atkvæðum fulltrúaþings íslendinga, al-
s*
1) Andvar XI. árg., bls. 184—215.