Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 70
52
Fjöllin í kringum Önundarfjörð eru skorin sundur
af fjölda mörgum dölum, kvosum og giljum; petta tek-
ur sig annars upp urn alla Yestfirði; hafi maður séð ein-
hvern af stærri fjörðunum, pá veit rnaður hér um hil,
hvernig allir hinir eru; jarðlögin eru hin sömu, eilíf
hlágrýtíslög í fjöllunum með litlum eða engum halla og
alstaðar hafa áhrif vatns og snjóar orðið lík, af því
krapturinn var hinn sami og efnið líkt. Mjög víða eru
hjallar fram með sjónum, sumstaðar er í peim eintómt
malargrjót, hnullungar og sandur, sumstaðar er blágrýti
innan í, og hefir pá hjalli pessi áður verið hritnsorfinn
fjailsfótur. Malarkambar eru hér og hvar með Önund-
arfirði að norðanverðu, t. d. á leiðinni frá Flateyri að
Selbóli, og hjá Breiðdal og Veðurá. Tangar eða eyrar
ganga xit í nærri alla firði hér vestra, pó eru flestir í
Dýrafirði; tangar pessir eru sumpart myndaðir úr möl
og sjávarsandi, sumpart úr skeljasandi. Holtstangi er
hinn stærsti í Önundarfirði; í honum er fjarska mikið
af skeljarusli og smágjörvum, purrum leir; hefir par eigi
alls fyrir löngu fundizt rostungshaus í sandinum'; malar-
kambar fram með sjónum sýna hækkun landsins; Hjarð-
ardalsá rennur langt tit með einni grjótröstinni og svo
inn með henni aptur, af pví hún hefir eigi getað hrot-
izt gegn um liinn gamla og liarða malarkamb. Frá
Flateyri fórum við inn með firðinum og yfir hann á
vöðlunum fyrir innan Holt og síðan út með, út í Val-
pjófsdal. Út með hlíðinni er fremur vondur vegur utan
i skriðum og ófæra á einum stað; eru par tré lögð yfir
skarð í klettunum og rept yfir. Valpjófsdalur er grösugt
og snoturt dalverpi; par eru 6—7 búendur og kirkja á
Kirkjubóli. paðan fórum við yfir Klúku niður að Gerð-
hömrum í Dýrafirð; heiði pessi er örmjó, hrjóstrug hið
efra og 1830 fet á hæð. Fjallið skiptist hið efra í álm-
ur og rana, pví dalir ganga inn úr öllum áttum, Val-
1) Árbók hins íslcnzka Fornleifaf'élags 1883, bls. G.