Andvari - 01.01.1888, Page 22
4
um ótvíræða sjálfstæðisrjetti landsins til að innlima
pað í Danmörku, á pann hátt, að ábyrgðarlausir stjórn-
arherrar Danmerkur í ríkisráði Dana einir ráða lögum
og lofuin á íslandi, og þessi innlimunarvefur er svo víð-
tækur og harðsnúinn, að hann ekki að eins kæfir niður
sjerhverja lífshreyfing hins íslenzka þjóðernis í pólitiskum
málum, heldur ofurselur hann engu siður aðalbjargræð-
is- og atvinnuvegi landsins yfirgangi sampegna vorra
i Danmörku og Færeyjum. Allt þetta er ljóst af hin-
um ýmsu lagasynjunum stjórnarinnar og engu síður má
lesa það í millum línanna í ástæðum þeim, sem stjórn-
in ber fyrir um þessi mál, eins og hverjum manni er
innanhandar að fræðast um í stjórnartíðindunum (deild-
inni B).—það er þannig ljóst, að það er hinn herfileg-
asti misskilningur og hættulegasta villa,, þegar bæði
stjórnin og hennar formælendur, hverjir svo sem þeir
ern, vilja telja mönnum trú utn, að Islendingar hafi
frjálsar hendur með því stjórnarfyrirkomulagi og stjórn-
aratferli, sem nú er, að bæta hagi sína, hvað atvinnu-
vegi, samgöngur og menntamál snertir. Tvær hinar
tilvitnuðu lagasynjanir, um fiskiveiðamálið og um lög-
gilding nýrra kauptúna, sem vjer höfum tekið að eins
til dæmis, sýna bezt, að stjórnin 1 Kaupmannahöfn kyn-
okar sjer ekkert frernur við það að leggja hagsmuni ís-
iands, hvað bjargræðisvegi og samgöngur snertir, á fót-
skör Danmerkur og Færeyja þvert á móti viðurkennd-
um landsrjettindum Islands, heldur en hin eiginlegu
pólitisku mál, sem lúta að viðurkenningu um stjórnlegt
sjálfstæði landsins og framsókn þjóðrjettinda vorra, svo
sem þegar ræðir um stjórnarábyrgð fyrir alþingi, inn-
lenda lögfræði, rjett íslenzkrar tungu o. s. frv. Vjer
skyldum sjá, hvaðan vindurinn mundi blása, rynni sá
dagur einhvern tírna, upp, að alþingi færi fyrir alvöru
að hafa rænu á því og þrek til þess, að breyta hinni
skaðvænu verzluuarlöggjöf landsins, sem hefur það í för
með sjer, að allur verzlunarágóðinn streymir út úr því