Andvari - 01.01.1888, Side 26
8
það liefur reynzt að setja Yiðskipti íslands við ríkis-
sjóðinn í svo náið samband við stjórnarbótarmál vort,
er stjórnin beitir nú tillaginu sem einni aðalástæðunni
fyrir innlimun íslands í Danmörku.
II.
Hið pólitiska markmið stjórnarinnar í Kaupmanna-
höfn, innlimun íslands í Danmörku, er pannig ljóst og
engum efa undirorpið.
En sje nú spurning sett fram um pað, á hverjum
lögum og landsrjetti, á hverjum stjórnskipulegum grund-
velli og rökum pessi innlimun sje byggð, pá ætlum
vjer, að svarið liggi ekki á lausu, hvort sem menn snúa
sjer að lieilbrigðri skynsemi, eður pá til vísindalegra og
stjórnfræðislegra rannsókna.
Islendingar standa gagnvart Dönum sem sjálfstæð
pjóð, pað er að segja með fullkomlega sjálfstæðu og
einkennilegu pjóðerni. J>að er að sínu leyti eins
glögg og skilmerkileg skilgreining milli tungu Islend-
inga og Dana og pjóðernis peirra yflr liöfuð, eins
og lnin er milli landanna. Og eigi að svara spurningu
peirri, sem hjer ræðir um, eptir viðurkenndum grund-
vallarsetningum náttúrurjettarins eður frá almennu lög-
fræðislegu sjónarmiði, pá hlýtur svarið að verða svo, að
báðar pessar pjóðir sjeu jafnrjettháar, haíi alveg jafnan
rjett til að vera hvor annarí óháð, og hver sú ríkisskip-
un eða livert pað stjórnskipulegt samband millum peirra,
sem hefur pað í för með sjer, að annari pjóðinni er
fyrirmunuð frjáls og óhindruð framsókn allra hennar
krapta, hvort sem ræðir um velmegun pjóðarinnar eða
andlega pjóðmenning hennar og æðri menntun, gengur
í berhögg við almennt og fortakslaust jafnrjettislögmál.
Að Islendingar eru fátækari og fámennari pjóð en Dan-
ir, ætti stjórnin í Kaupmannaliöfn sízt að bera fyrir sig
sem ástæðu eða heimild til pess, að beita yíirgangi og