Andvari - 01.01.1888, Síða 45
verða við allt viðskiptasamband við Danmörku, en livor-
ugt petta mundi reynast til tryggingar peirri góðu rík-
iseining stjórnarinnar í Kaupmannahöfn. En gerum
eigi ráð fyrir slíku, heldur hinu, að stjórnin vilji með
slíkum hótunum leita hófanna, reyna á polrif íslendinga
og sjá, hvað hún kemst, og um pað purfurn vjer sízt að
efast.
Sú óhappahugsun hefur nú einu sinni orðið svo
megn hjá stjórninni, orðið að einskonar ástríðuhugmynd,
að hið bezta, tryggasta og farsælasta band milli hinna
óliku pjóðerna Danaveldis, væri efalaust innlimunarfjötr-
ar peir, sem hún sjálf smíðaði eptir einræðisgeðpótta
sínum, hvað svo sem vilja og sampykki hinna rjettbornu
hiutaðeigenda liði. Reynslan síðan 1848 hefur, pótt ó-
trúlegt megi virðast, ekki getað sannfært stjórnina um,
að petta sje ranglát, óhappasæl og liættuleg stjórnar-
stefna, sem engin sönn og langvinn ríkiseining verður
byggð á. Vjer ætlum, að hún sje ápekkari spilahúsi,sem
ungmenni byggja og hrynur,ef við pað er komið, en póli-
tiskri byggingu, sem á að standast öldur tímaus og hreif-
ingarmagn peirra laga, sem stjórna og styðja framsókn
pjóðanna, pó að hægt fari. fetta hefur nú komið hart
niður á íslendingum síðan 1848. Stjórnin liefur frá
öndverðu litið á allar sjálfstjórnartilraunir peirraog lands-
rjettindakröfur sem tilraun til pess, að rífa sig út úr
öllu eðlilegu stjórnar- og viðskiptasambandi við Dan-
mörku (Separatisme). En vjer vitum allir, að petta er
skökk skoðun, sem eingöngu er sprottin af peim hinum
sama gjörsamlega ókunnugieika stjórnarinnar og fáfræði
um sannar nauðsynjar lands vors og pjóðar yfir höfuð,
er hefur valdið pví, að hún hefur veitt mótstöðu gegn
frjálsri framíör peirra í liinum einstöku löggjafar- og
stjórnarmálum, og pannig gjörsamlega misskilið hið póli-
tiska markmið íslendinga. — J>jóðin á íslandi krefst að
eins pess, að hún fái að neyta sjálfsályktunarvalds um
stjórnarskipunarlög sín, og að pessi stjórnarskipunarlög