Andvari - 01.01.1888, Page 62
44
rjettast og sæmilegast væri, að leggja hina endurslioð-
uðu stjórnarskrá á hjdluna.
Sjálfstjórnarmál þjóðarinnar horfir þá svo við, að
hún getur ekki látið við svo búið standa. |>að bæri vott
um andvaraleysi þjóðarinnar gagnvart öllum aðförum
stjórnarinnar síðan augl. 2. nóv. 1885 kom út, ef hún
skyldi horfa þegjandi og aðgerðalaust á það, að skipun
efri deildar er svo í garðinn búin með valdboðinu í stjórn-
arskránni 5. jan. 1874, að ganga má að því vakandi,
eptir því sem reynd er á orðin, að öll áhugamál og
velferðarmál þjóða/innar fá þann einn endi á alþingi,
sem verkfærum stjórnviljans í Kaupmannahöfn á al-
þingi vel líkar, ef hún ljeti það ekki til sín taka, að
hennar eigin fulltrúar bera það opinberlega fram á sjálfu
‘ ggja^þingi hennar, alþingi, að lienni sjeu hin helgu
þjóðrjettindi sín ekki framar neitt áhugamál.
|>að er nú, því betur, þjóðinni sjálfrátt að ráða
bót á þessu, svo að til hlítar sje. í 15. gr. stjórnarskrár-
innar 5. jan. 1874 er veitt bein og greið leið til þess,
að fjölga fulltrúum þjóðarinnar samkvæmt frumvarpi
alþingis 1873, eður á annan hagfelldari hátt, og það
er þjóðinni sjer í lagi innan handar, að gefa nýja ó-
ræka sönnun fyrir þjóðviljanum á Islandi í sjálfstjórn-
armálum. Hún liefur enn staðinn Öxará.
Ef vjer gætum vel að, þá sjáum vjer. að þau fáu
og smáu stig sjálfstjórnarmáls vors fram á við, eru
einmitt þingvallafundunum 1850, 1873 og 1885 að
þakka. Hin endurskoðaða stjórnarskrá rekur kyn sitt
til þessara funda á augljósan hátt, en aldrei hefur
verið meiri og brýnni nauðsyn á þingvallafundi en nú,
og vjer vonum, að sú skoðun ryðji sjer til rúms áð-
ur en langt líður, að slíkir fundir sjeu eitikar vel
fallnir til þess þar að berjast fyrir rjettindum lands-
ins, sem þjóðin er kvödd og kölluð til að vera lög-
verji fyrir. I sumar vantar oss sannarlega ekki hvöt
til þess að koma saman á vorn gamla þingstað. |>að