Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 69
51
arliólai' með ýmsri löguti; er þar tildrað saman ótal blá-
grýtisbjurgum utan í hóluuum, sumstaðar livilftir, djúp-
ar dældir og bollar; í sumum bollunum ltefr myndazt
svo mikill jarðvegur, að par má skera mó. Allt petta
grjóthrúgaldur er eflaust framakstur eptir jökul, sem
gengið hefir út dalinn. Inn á milli efstu liólanna er
dálítið vatn ofarlega í dalnum, hefur það áður verið
stærra, en vatnsbotninn er orðinn að mýri. Basaltfjöll-
in beggja megin við dalinn eru þverhnýpt og mjög
hrikaleg; þegar jökullinn á ísöldinni gekk út dalinn,
liafa hamrabrúnirnar stáðið upp fyrir á báða vegu og
hefir síðan hrunið úr þeim niður á jökulinn; af því
stafa stóru björgin utan í holtunum, sem mynduðust
er jökullinn bráðnaði. Dalbotninn er mjög brattur og
örðugur vegur upp á heiðina; voru stórir skaflar uppi
undir brúnunum og var örðugt að sneiða sig þar upp
með hestaua. fegar koinið er upp á heiðina, er maður
kominn jafuhátt hálendi því, sein íirðirnir liafa skorizt
niður í gegnum; verður þar allt eins og ein slétta, mis-
hæðalaus fyrir auganu, dalirnir og firðirnir liverfa
gjörsamlega og sjást ekki fyr en maður keniur út á
brúnirnar. Klofningsheiði er 2000 fet á hæð; þar er
hellu-urð og sáralítill gróður, mosatæjur á einstaka stað.
Af heiðinni er snarbratt niður í Önundarfjörð, og er
mjög einkennilegt að líta af brúnunum niður í djúpið,
fjörðurinii er blágrænn fyrir neðau, fjöllin þverhnýpt,
fyrir sunnan með alls konar dölum og skvompum, fellum,
kistum og inúlum. j>ó bratt væri niður af heiðinni, þá
var þar þó engin ófærð af snjó, gatan sneiðir í ótal
bugðum urðarskriður og lausagrjót, unz maður kemur
niður í dalbotninn, þar taka við stórkostlegar skriður og
holurðir og lijallamyndun ueðst við sjóinn. Litlu utar
er gangur niður í sjó; heita þar Klofar milli ganghlut-
anna og hefir lieiðin líklega tekið nafn af því. Um
nóttina vorum við á Flateyri.
4*