Andvari - 01.01.1888, Side 78
urt, útsjón út í Arnarfjarðarmynni, múli fram af rnúla,
svo langt sem augað eygir; dalirnir eru skógi vaxnir og
Hornatær blasa við fyrir ofan. Fjaran er öll þakin af
strandbúa (Cakile maritima) og leggur sætan ilm af
blómunum á móti manni þegar komið'er niður úr lilíð-
inni; þar eru töluverðir sandar með sjónum og urmull
af skeljum, en háir marbakkar fyrir ofan. I Reykjaríirði
eru tveir bæir; þar er líka töluverður skógur og ægi-
sandur með sjónum, sem fýkur mjög og spillir túnum
og engjum í norðanveðrum. Eeykjarfjörður befur nafi:
sitt af laugum, sem eru spölkorn fyrir neðan bæina.
Efri laugin er hlaðin upp og notuð til þvotta og er
hitinn þar 55" C.; mýralækir hálfvolgir (21") renna í
liana að ofan, á börmunum er töluverður gróður af
muru, græðisúrum, engjarósum o. s. frv. Slýið í lækn-
um fyrir neðan fer að geta þróast þar sem liitinn ekki
er meiri en 51". I lauginni og kringum hana var tölu-
vert af ýmsum smáum sjóskeljum og kuðungum, en þær
voru aðbornar, komnar þangað með þangi, sem aívatn-
að hafði verið í lauginni íyrir kindur. Laug þessi er
rúm 600 fet frá bænuni; hin laugin er um 250 fetum
nær sjónum í mýri, og mýrgresi á bökkunum, í henni
er hitinu ekki nema 481 og hún er fuil af slýi.
Yolgt vatn kvað enn vera á einum stað uppi í dnl.
Suðurfirðir sýnast \era gott og björgulegt pláss, en
þó er þar alstaðar mesta fátækt og eymdarskapur.
Hvalir eru opt 1 íirðinum ; áður fyrrum kornu að sögn
vissir hvalir annaðhvort ár inn á Arnarfjörð til þess að
gjóta, og voru ungarnir drepnir; hval'ámæður þessar
þekktust á vissum einkennum og voru kallaðir sérstök-
um nöfnum, t. d. Skeifa, Vylpa, Iiróka og Manir tvær,
eldri og yngri. Eullorðnir selir og kópar eru hér tölu-
vert algengir; liskiafli mikill er úti í Arnarlirði og fjarð-
botnarnir algrónir skógi og beztu beitarlönd. Menn fara
hér mjög snemma að sækja sjó, þó ekki á skipum eða
hátum, er þeir sjállir eiga, en ráða sig á fiskiskútur frá