Andvari - 01.01.1888, Page 79
61
'verzlunarstöðum og stórbændum í öðrum fjörðum; jafn-
rel smádrengir fara undir eins á jaktir og eru þar
>.kokkarc eða pví um líkt; enginn sinnir laudbúnaðin-
um, nema konur og gamalmenni, svo allt gengur í drasli
og árangurslitlu sjógutli. Vesaldómur og menningar-
leysi er sagt að sje mjög algengir sjúkdóinar í Suður-
fjörðum ; lijátrú er enn pá megn lijá einstökum mönn-
um, enda hafa menn allt af verið álitnir göldróttir og
forneskjulegir í Arnarfjarðardölum. Eg heyrði ýmsar
skoplegar drauga- og galdrasögur, sem báru pess Ijósan
vott, að trúináslíkt er engan veginn hortin.
Seinni hluta dags fórum við frá Botni ylir Kirkju-
bólsheiði í Mosdal. Riðum við fyrst upp dalinn, hjalla
af hjalla; er par allt vaxið skógarkjarri og margir smá-
fossar í ánum. Verður að taka á sig pennan krók upp
í dal, af pví fjallið er svo bratt hjá Botni, að pað er
eigi fært hestum beint upp á heiðina, en úr dalbotnin-
um ríður maður út með brúnum, pangað til komið er
móts við bæinn í Botni; par eru tvær vörður á brún-
inni og má svo fara nærri beint yíir fjallið niður í Mos-
dal. Á heiðinni er eintóm urð og stórgrýti, vegur eng-
inn, en einstaka vörðubrot hér og hvar. Af suðurbrún
heiðarinnar er góð útsjón yfir Geirpjófsfjörð og hamra-
girðingarnar í kring, en til suðausturs sjást heiðalönd-
in upp undir Glánni, urðarhjallar með aflöngum stór-
sköflum í hverri lægð. Yfir suðurfjöllin mæna Horna-
tær eins og kastalar.ústir, og er bergveggurinn, sem pær
standa á, örmjór, og sér fljótt út á Breiðafjörð, pegar
komið er upp á fjöllin fyrir sunnan Geirpjófsfjörð.
Kirkjubólsheiði er 1622 fet á hæð, og smáhallar henni
niður að dalbótunum upp af Mosdal; ríður maður niður
með gili, svo að pað er á vinstri hönd. I Mosdalsbotn-
inum er skógarkjarr og fagrar lyngbrekkur, mjög gott
fyrir sauðfé ; dalurinn er allbreiður og eru par ofantil
sumstaðar holtahjallar fram með ánni,en neðar eru mýrar
og engi töluyerð. Vorum við síðan aðra nótt í Skógum