Andvari - 01.01.1888, Síða 90
72
brennslan stóð með veikujp Lurðum í 13 ár og var með
öllu fallin niður, pegar Jón sýslumaður Arnórsson dó
1796'.
A fremsta, sléttasta hluta nessins eru hverirnir, sem
fyrr var sagt; er þar einkum austan til mýrlendi með
smáum tjarnapollum, en purriendara nokkuð að vestan,
og par eru hverarnir mestir. Hverarnir eru í 3 þyrp-
ingum. Við austasta hverinn eru engin mannvirki; þar
spýtist vatnið upp í endanum á löngum skurði, hitinn
er þar 77". þar vaxa á hökkunum tegundir af unda-
fífli (Hieracium), af marghyrnu (Polygonum aviculare
og P. persicaria), mura, lifrarjurt o. fl. Slyf er ekki í
læknum, nema þar sem hitinn er að eins 60' eða miuna.
Rúmum 60 l'öðmum vestar er annar hver undir klett-
ununi í melbarði; þar er hitinn 86'A'CJ.; rétt fyrir ofan
hverinn eru tveir gangar, sem skerast. Á nesi þessu
er yfir höfuð að tala mjög margir gangar, og stendur
hveramynduniu líklega í nánu sambandi við þá. Iljá
liver þessum er mölin bökuð saman af liitanum og, dá-
lítill hverahrúður 1 botninum, rennur lækur frá livern-
um, og eru 4 heitar hveraholur í bökkunum (hiti þeirra
88l/«°, 84", 85' /a", 64'V). J>ar hefir garður verið hlað-
inn fyrir neðan, svo vatnið safuast saman í dálitla tjörn;
garðurinn er úr stóru grjóti, og hafa holurnar milli
steinanna verið fylltar með leir. petta eru líklega hver-
irnir, sem Magnús Ketilssou talar um að megi stífla og
setja á 24 pönnur. Meginþorri liveranna er utar á nes-
inu, norður frá þeim, sem nú hefi eg lýst. Hér um bil
25 föðmum neðar fann eg litla bullandi hverliolu, hit-
inn þar var 88"C; vatnið ólgar upp aðra hverja mínútu;
hvert skipti sem vatnsgugan kom að neðan, var vatnið
88°, en þess á milb var hitinn að eins 85°. Hér um
bil 50 föðmum neðar taka við aðalhverirnir; þar eru
mikil mannvirki, hverarnir hlaðnir upp í ferhyrninga
t) Árbœkur Espólíns XI. bls. 78.