Andvari - 01.01.1888, Síða 97
79
grænn litur sést varla nokkursstaðar. Með suðurland-
inu er sjórinn allur kolrnórauður af jökulvatninu, sem
rennur út úr Leiruíirði. pegar við komum af Dals-
heiði, riðum við undir eins inn í Leirufjörð og tjölduð-
um þar inn undir jökli.
í Leirufirði er mjög líkt Jrví sem er í Kaldalóni,
stórar leirur við fjarðarbotninn og flæðir yfir þær; áin
kvíslast um láglendið allt upp til beggja hlíða; par er
grösugt sumstaðar á eyrunum og góður sauðgróður í
hlíðunum.
Skriðjökullinn í Leirufirði er nyrzti jökullinn, sem
gengur niður úr Drangajökli; jökullinn blasir við frá
firðinum, og er mjög reglulegur og fallegur tilsýndar;
en þegar nær lcemur, sést urðaruslið á yfirborðinu,
sprungurnar og aurinn. Að si/nnanverðu er vik upp í
jökulsporðinn, og hefir þar auðsjáanlega nýlega sprungið
fram stórt stykki; að því er mér var sagt, varð þetta
fyrir 4 árum. f>ar sem þessi sýling er í jökulröndina,
sést ágætlega bygging jökulsins; þar eru hyldýpissprung-
ur blágrænar, og sjást íslögin í jökulveggjunum og milli
þeirra rákir af aur og grjóti; í jökulsporðinum eru víða
heljar-björg í ísnum, eins og hnoðuð inn í liann, og
sýnast þau vera á leiðinni upp eptir milli laganna;
stórir steinar delta niður í sprungurnar, og af því lireyf-
ing íslaganna er mismunandi, þá lcomast þeir upp á
milli laganna og alla leið upp á yfirborð jökulsins.
Sumstaðar voru íslögin margbeygð í kring um stóru
steinana. Dálítið vik er líka upp í jökujsporðinn að
norðanverðu, en ekki nærri eins stórt. Úr suðurslakk-
anum kemur allmikil jökulkvísl, og rennur hún norður
með jökulröndinni og bætist þar allt af meira og meira
í liana; líklega liefir vikið í jökulsporðinn myndazt af
vexti í jökulánum, sem uiulir jöklinum renna. í einu
jökulportinu sá eg, hvernig jökullinn fer að fægja klapp-
irnár; þar lá jökullinn á blágrýtishellu; í ísnum voru
fastir margir smáir steinmolar, sem höfðu gert rákir í