Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 104
8(3
heldur grösugt-, og góð útsjón yíir vatnið, sjóinn og hin
þverhnýptu fjöll á báða vegu. í Rekavík var að sumu
ieyti fornt Hornstrandaiag á bæjarhúsum; gamlir staur-
ar sumstaðar í veggjum, og stétt úr rekadrumbum.
Mýrlent mjög er fyrir ofan bæinn, enda var mjög ó-
prifalegt í kriugum hann; par lágu tveir í taugaveiki
og einn í skyrbjúgi; meðan eg stóð par við, sá eg lítið
barn, 2 eða 3 ára, sem auðsjáanlega hafði snert af skyr-
bjúgi, vera að vappa fram með bæjarveggnum og tína
upp í sig skarfakál, sem par óx, svo pað var eins og náttúr-
an ræki penna óvita til pess að aera pað, sem menn-
irnir hér um slóðir allt of mikið forsóma. petta vor
höfðu verið óvanalega mikil harðindi í Aðalvík og á
Hornströndum; ekkert heyjaðist um sumarið 1886, sak-
ir votviðra, svo peningur féll hrönnum, og pó menn
ekki beinlínis dæju úr hungri, pá svarf pó mjög rnikið
að mörgum, og óhollt viðurværi kom til leiðar sjúkdóm-
um, sem útbreiðast mjög á pessum útkjálkum, ef peir
eru næmir, vegna pess, að hreinlæti er par enn á mjög
lágu stigi. 1 Aðalvíkursókn dóu, frá pví á nýári 1887
pangað til í ágúst, 32 af tæpum 400, sem eru í sókn-
inni. Nyrztu víkurnar mega varla heita byggilegar
mennskum mönnum, og pó einhvern búskap mætti
hafa, pá kunna menn iítið til pess, og eru svo afskekkt-
ir, að peir geta eigi kynnt sér siðu annara manna.
Taugaveiki var á flestum bæjum, par sem eg kom, og
víða gekk um vorið skyrbjúgur og útsláttur (»ruði«), og
hefir pað líklega mest komið af pví, hvað viðurværið
hefir verið lélegt og engin tilbreyting. Annar bóndinn
á Sléttu var nýfiuttur pangað, og hafði um veturinn
búið í Hlöðuvík; hann sagðist í fyrra haust hafa safnað
að sér eins miklu af skarfakáli og kvönnum, og hann
gat, og notaði pað með öðru stöðugt til matar, og sýkt-
ist enginn hjá honum; en á næsta bæ, í Kjaransvík,
varð um miðjan vetur að taka upp allt fólkið og skipta