Andvari - 01.01.1888, Síða 106
88
Grímsey eða í grasblettunum við Ódáðahraun. Fyrir
dalbotninum er breiður hringmyndaður fjallabotn og
fannir í hverri lægð; hér er mjög harðindalegt, og opt
koma hér stór hret um básumar, einkum þegar ísinn
er að hrekjast fyrir landi. Seinast í jiilímánuði í sum-
ar var veður fremur kaldranalegt á ísafirði og syðri
fjörðum, frost á háheiðum, og snjóaði efra svo gránuðu
fjallabrúnir; pá lá snjór á túnum í Fljótum í 6 daga,
og varð að gefa kúm inni. Byggðarlag petta hefir feng-
ið nafnið Fljót, af því par er stórt vatn, sem að miklu
leyti fyllir út dalinn til beggja hlíða, og úr pví rennur
mikill ós til sjávar; vatnið er grunnt með leirbotni og
verður víða ekki farið um pað nema á kænum; pað er
salt, af pví sjór fellur upp í pað, hvert sinn sem há-
sjávað er; ósinn er opt slæmur yíirferðar vegna .saud-
hleytu, og ekki riðinn nema um fjöru; um flóð er hann
þrisvar sinnuin breiðari, og optast á sund. þrír bæir
eru í Fljótum, Tunga að sunnan, Atlastaðir að norðan
og Glúmstaðir uppi í dalbotni fyrir ofan vatnið; opt
hafa bæir þessir legið í eyði árum saman, stundum ein-
hver þeirra, stundum allir. pegar jarðabók Arna Magn-
ússonar. var samin, 1710, lágu peir allir í eyði; Tunga hafði
pá verið í eyði í 4 ár og Glúmstaðir jafnlengi, en Atla-
staðir síðan um bóluna, svo allir bæirnir hafa þá lík-
lega lagzt í eyði um sama leyti; jarðabókin segir, að
hafa megi á Tungu 1 kú og 6 ær, og ekki fleiri pen-
ing; á Atlastöðum megi hafa 2 kýr, 10 ær, 4 lömb og
1 hest, en á Glúmsstöðum var álitið, að liafa mætti
eina kú og ekki meira. Af pessu sést, að fyrrum hefir
par ekki mikil búsæld verið fremur en nú. Efnaðasti
maðurinn býr nú í Tungu; Glúmstaðir eru í eyði og
á Atlastöðum er tvíbýli; bóndinn á Tungu hafði séð
sér svo vel fyrir heyjuin haustið áður, og sett svo mátu-
lega á, að hann missti enga skepnu; á Atlastöðum féll
flestailt, og á Glúmstöðum hver skepna. Bændurnir á
Atlastöðum höfðu sér nú báðir saman til viðurlífis eina