Andvari - 01.01.1888, Qupperneq 107
89
kú, fáeinar kindur og 1 hest; kýrin undi svo illa hag
sínum og einverunni, að hún í hvert skipti, sem hún
kom út, tók undir sig stökk og synti jfir ósinn til pess
að heimsækja stallsjTstur sínar tvær í Tungu; mér varð
starsýnt um morguninn á að sjá kúna koma syndaudi
yfir ósinn, og tvo stráka tvíinenna á eptir á einu bykkj-
unni, sem til er á Atlastöðum. |>etta set eg liér til
pess að sýna, hvaða eymdarlíf pessir fátækliugar hafa
hér á liala veraldar. J>egar veður leyfir, róa menu til
fiskjar hér frá bæjunum, og verða pá að fara út í opið
íshafið, og eiga opt mjög erfitt með að lenda fyrir hrimi
og stórgrýti; lítið fiskast hér annað en skata; sá eg haua
hér í öllum hjöllum, og lítinn sem engan fisk annan.
|>að er víst ekki skemmtilegt að húa hér á vetrum; pað
er sældarlíf á sumrin í samanburði við pað.
í Aðalvíkinni er nú hvergi skógur, en hefir pó lík-
lega verið nokkur áður, pví stórir fauskar eru víða í
mó. í Tungu eru góðar mógrafir, svörðurinn harður í
plötum, nærri eins og surtarbrandur, og 1'/* mannhæð
á pykkt. Fljótin hafa fyrrum verið fjörður, pað er auð-
séð á landinu, en síðan hefir myudazt rif fyrir framan
og svo sandur, svo vatnið hefir skilizt frá sjó ; á sand-
inum eru gamlir, lágir malarkambar hver fyrir ofan
annan. Frá Tungu fór eg norður í Sandvík til pess að
skoða surtarbrand; fórurn við jrfir ósinn 4 saman, sel-
flutning á einu hrossi, og gengum svo út með Atla-
staðalilíð pangað, sem bændur hafa uppsátur fyrir báta
sína, fengum par bát og tvo menn með okkur. Veður
var gott um daginn, en stinningskaldi; rérum við fyrst
út með Atlastaðahlíð og svo fyrir nefið á Kögri; par
er röst allmikil fram af nefinu og nærri hringiða næst
hömrunum, öldurnar t-yptar og rjúkandi, en pverlinýpt
björg alstaðar í sjó fram J>egar kom norður fyrir Kög-
ur, kom gott skrið á bátinn, af pví við liöfðum norður-
fallið með okkur; fyrir norðan Kögursodda byrja Vest-
ur-almenningar; næst oddanum er lítill slakki inn í