Andvari - 01.01.1888, Qupperneq 108
björgin, sem heitir IÝögravík; þar eru tvö smásker, af
því að gang-endi gengur fram í sjóinn; inn ineð björg-
unnm koma skriður stórar með stóreflis brimsorfnum
björgum að neðan, og svo beygist inn í Sandvík, sem
ekki er annað en lítilfjörlegt vik inn í björgin. Það
var skrítið og fagurt að sjá, er við rérum með björgun-
um, sólina, er liún skauzt undan hyrnunum á bjarg-
inu og sló bjarmanum á sjóinn, svo öldurnar sýndust
dimmgrænar með gylltu gliti, en svo varð allt í einu
koldimmt, þegar bún gekk undir nybburnar á bjarg-
röndinni. Björgin eru hér alstaðar þverhnýpt í sjó
fram nema í Sandvík, þar er mjó fjara fyrir neðan
björgin með stórgerðri möl og hnullungum. Upp af
víkinni eru lóðrétt blágrýtishjörg, nema hvað neðst
eru snarbrattar skriður, sem naumlega eru gengar. Ncð-
arlega í klettunum fyrir ofan skriðurnar er surtarbrand-
urinn, hér um bil 250 fet yfir sjó ; í skriðunum er
beinharður leir, sem varla er hægt að fóta sig á, og of-
an á lausagrjót svo laust, að það flýgur undan fæti, ef
stigið er á það; hér er einnig mjög hætt við grjóthruni
úr björgunum, svo maður verðnr að hafa mestu varúð,
þegar maður klifrar undir klettunuin. A hyllu rétt fyr-
ir ofan skriðurnar er mikill surtarbrandur og yzt á kletta-
nefi einu bólgnar lagið svo mjög, að þykkt þess er 3- •
4 — 5 álnir af bezta surtarbrandi. Eg klifraðist lítiðeitt
upp fyrir skriðurnar, en Ögmundur klöngraðist eptir
sjálfri surtarbrandshyllunni. |>ar sein surtarbrandurinn
kemur fram, er blágrýti undir og ofan á og litlar sem
engar leirmyndanir; á einum stað var innan um surtar-
brandinn grámórautt leirlag; utar sjást rauðar túffmynd-
anir og hraun-»breccía« hér og hvar á sömu hæð, eða
á sama »mótinu«, sem hér er kallað, eptir endilöngu
berginu. Ofan á surtarbrandsmynduninni eru þykk blá-
grýtislög þverhnýpt alla leið upp á hrún. Við litla á
fyrir innan Atlastaði, sem heitir Svíná, kvað koma fram
dálítill surtarbrandur, svo lagið nær líklega úr Sandvík