Andvari - 01.01.1888, Síða 116
sínu. En ])eir pola heldur eigi ólög eða rangindi ein-
stakra manna. |>egar eitthvað erillagjört, segja margir:
»Og það gengur svona», eða: »J>að tekur á þolinmæð-
ina». En pegar enskur maður heyrir um einhver rang-
indi, segir hann: »AVhat a shame» (Hvaða skörnin), eða
með öðrum orðum, honum greinst pað, sem illt er
gjört (Sbr. J. St. Mill. Den repræsentative Eegjering,
bls. 84). En pað er skammt milli gremju og gjörða,
og pað er stutt milli heiptar og liöggs.
J>að er eigi hægt að segja, að lög og rjettur sje eigi
brotinn á Englandi; par sem jarðvegurinn er frjóvsam-
ur, par getur vanalega sprottið mest illgresið. J>að er
eigi hægt að segja, að lög og rjettur sje brotinn miklu
minna á Englandi en í öðrum löndum, en hitt er hægt
að segja, að Englendingar standi mörgum öðrum pjóð-
um framar að pví leyti, að liinum betri mönnum
finnst ekki, að sjer komi illgjörðir annara ekkert við, og
að peir eigi að láta pær afskiptalausar. Kjarkmikil af-
skiptasemi, pegar lög og rjettur er brotinn, er aðalor-
sök til pess, að Englendingar standa öðruin pjóðum
framar, pví að fyrir petta hefur frelsið verið notað bet-
ur hjá peim en öðrum pjóðum.
Norðurameríkumenn í Bandaríkjunum hafa tekið
svo miklum framförum, síðan peir fengu sjálfsforræði og
settu á stofn lijá sjer pjóðveldið, að fádæimnn sætir.
|>að getur með engu móti orðið sagt, að petta eigi peir
frábærri löglilýðni að pakka. Meðan ríkin par hafa verið
að byggjast, hefur alls konar lýður safnast pangað úr
öðrum löndum. Allt petta liefur hin ameríkanska pjóð
tekið í sinn sterka faðm og veitt frelsi og borgararjett.
]>essir menn hafa breytzt á svipstundu; 1 hinum nýju
ríkjum hafa opt verið unnin meiri hryðjuverk og ill-
gjörðir að sínu leyti en í nokkru öðru landi. En pað
liefur verið gleðilegt að sjá, hversu lög og rjettur smám-
saman hefur eyttsoranum og óhroðanum ípessum sam-
söfnuði. Og liefur liann eyðzt fyrir kjarkmilda afskipta-