Andvari - 01.01.1888, Síða 117
99
semi binna betri manna og framtakssemi þeirra til þess
að balda uppi lögum og rjetti. Pað befur opt komið
fyrir og ber við iðulega enn þann dag í dag, að ein-
stakir menn láta til sín taka og refsa (lynche) illgjörða-
mönnum, þegar rjetturinn nær eigi fram að ganga á
annan bátt. f>að má nefna mörg dæmi þessu til sönn-
unar. En eitthvert bið augljósasta dæmi, sem menn
bafa, er það, hvernig hinir betri menn í San Francisko
komu þar á lögurn og rjetti árið 1851.
Árið 1848fannst gullið íKaliforníu, ogþástreymdi
þangað múgur og margmeuni, alls kouar lýður, þjófar
og bófar. í San Francisko var bver stórglæpurinn fram-
inn af öðrum; þar linnti eigi á rupli og ráni, morðum
og manndrápum. Engum var begnt, því að bófarnir
böfðu völdin; þeir settu embættismennina og landstjór-
inn sjálfur var af þeirra flolcki. þetta gekk svo í tvö
ár, en þá tóku hinir betri borgarar sig sarnan og lögðu
líf sitt í sölurnar, til þess að stemma stigu fyrir þess-
um ófögnuði. J>eir urðu bófunum yfirsterkari og kornu
á lögum og rjetti. |>að er þessi kjarkmikla afskiptasemi,
sem mesta þýðingu hefur baft í Ameríku, bæði til þess
að bagur binna smærri fjelaga gæti blómgast. og jafn-
vel að ríkið befur eigi liðið uudir lok. J>ví að bvað
annað veldur því, að Bandaríkin eigi sundruðust' eptir
1860, en einmitt þrek og kjarkur manna í Norðurríkj-
unuin í þ\’í, að halda uppi sambandslögunum?
íslendingar á þjóðveldjstímanum voru næsta ólög-
hlýðnir. Allar sögurnar bæði frá söguöl.dinni, og eins
binar síðari sögur, og þar á meðal ekki sízt Sturlunga-
saga bera vott um gjörræði manna og rjettarbrot. En
þær bera líka vott um, að mönnum verður eigi borinn
á brýn liinn ókosturinn, þrekleysis afskiptaleysi. Alls-
staðar þar sem hinar fyrri sögur segja frá ólögblýðni,
þar segja þær líka frá mönnum, sem reyna að skakka
leikinn og leitast við að balda uppi lögum og rjetti.
7*