Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 124
106
mildi, eigi heldur ávallt látið sakir niður falla umtals-
laust, því síður sleppt allri röggsemi, sem opt parf á
að lialda, þegar skyldan b/ður oss að fram fylgja því,
sem er satt og rjett á móti þeim, sem því vilja hrinda,
því þegar vjer eigum við þá, sem hvorki vilja hlýða
guðs nje manna lögum, þá megum vjer ekki lengur
draga oss í hlje, aí því vjer eigum þar ekki um þau
málefni að gjöra, sem einungis snerta sjálfa oss eða
það, sem við oss hefur verið ofgjört, heldur um sann-
leika og rjettlæti guðs» (9. bók, bls. 495—496).
Jeg skal svo eigi tilfæra fleiri orð eptir íslenzka
menn, því að jeg hygg, að þessi orð nægi til að sýna, hverj-
ar skoðanir einhverjir mestu siðameistarar laudsins hafa
haft um rjettinn og liversu þeim hefur þótt mikils um
vert, að lögum og rjetti væri haldið fram gegn ólögum
og rangindum.
Af útlendum mönnum vil jeg nefna tvo rithöfunda.
Annar er John Stuart Mill., hinn mikli enski heim-
spekingur, og hinn er þýzkur, Rudolf von Ihering, ein-
hver hinn frægasti lögfræðingur, sem nú er uppi.
Mill. segir svo í bók, sem heitir : »Um fulltrúa-
stjórn».
»Enn fremur verður að telja þjóð, sem eigi vill öfl-
uglega styðja lögin og yfirvöldin til þess að undiroka
afbrotamenn, óhæfa til þess að hafa meira en afmarkað
og takmarkað frelsi. J>jóð, sem er gjarnari á að hýsa
afbrotamanninn en að taka hann fastan, sem—eins og
Indlandsmenn — heldur vilja sverja meinsæri til þess
að hjálpa þeim manni, sem hefur rænt þá, en að eiga
á hættu að fá hefndir fyrir að bera vitni gegn lionum:
þjóð, sem — eins og sumar þjóðir í Evrópu jafnvel
fram á þessa dag — gengur út af þjóðveginum, þegar
einhver vinnur á öðrum manni og myrðir hann, af því
að löggæzluliðið á að hafa gætur á þess háttar atvikum,
og af því að það er hættuminnst að skipta sjer eigi af
því, sem snertir mann eigi; þjóð, sem fyllist gremju