Andvari - 01.01.1888, Page 137
119
sEndimark rjettarins er friðurinn; vegurinn pang-
að er barátta. Svo lengi sem rjetturinn má búast við
áráeum frá órjettinum — og petta mun verða meðan
heimurinn stendur — mun bann eigi komast hjá bar-
áttu. Líf rjettarins er barátta þjóða — valdstjórna —
stjetta — einstaklinga.
Urn allan rjett i hoiminum hefur verið barizt. Sjer-
hver rjettarsetning, sem gildir, hefur fyrst orðið gild-
andi fyrir baráttu gegn peim, sem veittu henni mót-
sp3rrnu, og sjerhver rjettur, jafnt rjettur pjóðar sem
rjettur einstaks manns, parf stöðugan viðbúnað til pess
að fá haldist uppi. Ejetturinn er eigi eintómt orð,
heldur lifandi kraptur. J>ess vegna ber rjettlætisgyðjan,
sem heldur í annari hendinni á metaskálum, sem hún
vegur rjettinn með, í hinni hendinni sverð, sem hún
ver rjettinn með og heldur honum uppi. Sverðið án
metaskála er helbert valdið; metaskálar án sverðsins er
vanmáttur rjettarins. Hvorttveggja á saman, og full-
komið rjettarástand ríkir par einungis, par sem styrk-
leikurinn, er rjettlætið hefur til að bera sverðið, jafnast
við snildina, sem pað hefur til að nota metaskálarnar*
(Kampf um’s Eecht bls. 1).
„par som viö ekkert er að stríöa
er ekki sigur neinn að íá“
segir Jón Ólafsson (Söngvar og kvæði bls. 105). J>etta
er satt. Öll mikil rjettindi hafa fyrst fengizt eptir mikla
baráttu og stundum blóðsútliellingar margra manna,
baráttu í langan tíma og stundum margar aldir, frelsi
præla, trúarfrelsi, verzlunarfrelsi o. s. frv. Hvílíka bar-
áttu purfti eigi á íslandi til pess að fá aftekna einokun
en iögtekið verzlunarfrelsi? Eæðing rjettarins verður
með sárum pjáningum.
Yjer, sem nú njótum verzlunarfrelsisins, njótum
friðar, en friðinn höfðu peir eigi, sem börðust fyrir pví.
J>eir sem afla fjár og safna fje, afla pess með vinnu og
erfiðleikum; pessa eríiðleika finnur sá eigi, sem fjeð