Andvari - 01.01.1888, Síða 149
Með því að leggja fje í Söfnunarsjóðinn. eiga menn
þannig, eptir því sem nú liefur verið tekið fram.
kost á:
1., að ávaxta fjeð fyrirhafnarlaust,
2., — hafa fyrir því óyggjandi tryggingu um ókomna tíð,
3., — fá af því 4"/o í ársvöxtu; þetta kann þó að
breytast síðar meir, en sú breyting getur eins
verið fólgin 1 því, að vextirnir hækki eins og að
þeir lækki,
4., — fá vexti af vöxtunum jafnótt og þeir tilfalla, ef
þeir eiga ekki að útborgast.
En á hinn bóginn geta menn eigi lagt það fje í
Söfnunarsjóðinn, sem menn ætla sjer þá og þegar að
grípa til; í hann verður eigi annað fje lagt en það, sem
annaðlivort á að eins að eyða vöxtunum af, eða sem á
að ávaxtast og safnast um nokkuð langan tíma, áður
en það verður útborgað: og til þess að gjöra sjer frek-
ari grein fyrir þessu, þá verður að skoða hinar einstöku
deildir hverja fjrrir sig.
Aðaldeildin er yfir liöfuð ætluð fyrir fje, sem á-
kveðið er til einhverra almennra nota, þar sem á að varð-
veita höfuðstólinn, en að eins verja vöxtunum árlega að
meiru eða minna leyti, svo sem er um ýmiskonar sam-
skotasjóði, sjóði ýmsra fjelaga o. fi. Mörg fjelög og ein-
stakar stofnanir mundu á engan hátt sjá betur fyrir
sjóðum sínum til lengdar, en með því að leggja þá í
Söfnunarsjóðinn. J>ótt tryggingin fyrir einum eða öðr-
um smásjóði, sem ávaxtaður er einn sjer, kunni að vera
fullkomin, þá er samt mjög hætt við, að vextir komi
eigi inn á rjettum tíma, og missast þá vextir af þeim,
og svo er og hætt við, að minnsta kosti í fjarlægð við
sparisjóði, að fje slíkra smásjóða, sem opt nemur eigi
miklu, liggi lengri eðaskemmri tíma arðlaust. En þess
utan hefur reynslan svnt þess dæmi, að trygginguuni
fyrir slíkum sjóðum getur verið ábótavant, og að þeim
9*