Andvari - 01.01.1888, Page 155
um aríi sínum til lítils eða einskis gagns, og þar með
hefði þá verið komið í veg fyrir þau not, sem allir síð-
ari niðjar þeirra hefðu getað af því haft um ókomnar
aldir. pað er einmitt þetta sem athuga þarf. Einn
getur verið sannfærður um að börn sín eða aðrir næstu
erfingjar muni fara vel með fje það, er hann skilur þeiin
eptir, en hann getur ómögulega vitað neitt um það,
hvernig þeim niðjum hans og erfingjum, sem eptir þá
koma, muni verða lagið að fara með fje; þaö er hvort-
tveggja til bæði að þeir verði ráðdeildarmenn og hið
gagnstæða, og það má jafnvel ganga að því vísu, að þeir
verði eigi allir ráðdeildarmenn; en þá er að lítaá, hvort
betra er að þessir menn eyði öllu sínu, og skilji svo
hinum síðari niðjum ekkert eptir, eða hitt að koma í
veg fyrir það með því að láta fjeð standa á æfinlegri
erfingjarentu, einnig þá þegar það annars mundi hafa
verið í höndum ráðdeildarmanna. En geti þannigverið
ástæða til fyrir mann, sem mikil efni hefur, að láta
nokkurn liluta af fje sínu komast á æfinlega erfingja-
rentu að honum lífs eða liðnum, þótt hinir næstu erf-
iugjar lians sjeu sýnilegir ráðdeildarmenn, þá er því
fremur ástæða til þess, þar sem tvísýni er á um einn
eða fleiri af erfingjunum, að þeir mundu láta fje sitt
verða sjer eða öðrum að notum, eða þar sem jafnvel
mætti ganga að því vísu að það mundi eyðast og þeim
þó til einkis sannarlegs gagns sem það stæði næst; það
þyrfti eigi að vera barn eða aunað skyldmenni efna-
mannsins, sem þar ætti hlut að máli; dóttir hans gæti
t. d. hafa gipst manni, sem væri ráðleysingi, þótt hon-
um kynni annað að vera vel gefið; þegar svo stendur á,
hlýtur það eigi að eins að vera gremjuefni fyrir þann,
sem fyrir iðjusemi og sparsemi ’nefur komist í góð efni
að mega vita að allur árangurinn af atorku hans muni
vera horfinn á fáum áruin eptir að hans missir við, en
það má einnig skoða það sem skvldu hans gagnvart síð-
ari niðjum sínum og fjelagi því, er hann lifir í, aðleyt-