Andvari - 01.01.1888, Side 158
140
laus, því auk þess að þeir geta orðið fyrir sjerstökum
óhöppum, þá vantar þá stundum þá ráðdeild, sem nauð-
synleg er, og þess utan getur mönnum opt verið hætt
við að ginnast af ofmikilli gróðavon til þess, sem liefur
mikla áhættu í för með sjer, og þá getur eignin gengið
til þurðar; þannig getur gróðahugurinn tælt menn til
að setja svo heimskulega á hey sín, að þeir missi flest-
allar skepnur sínar. pað er sagt, að það sje að eins
’/io hluti þeirra verzlana, sem menn hyrja á í útlönd-
um, sem komast hjá að verða gjaldþrota. og er það þó
líklega gróðalnigurinn. sem dregur þá fiesta til þess.
pað er þannig margt, sem getur geíið tilefni til
þess, að eign sú, sem einusinni hefur safnast, eyðist
íijótt aptur, og við þetta er það að athuga, að eigi þarf
nema einn til að eyða því, sem margir hafa verið um
að afla, og með því gjörir hann eigi aðeins sjálfan sig
fjelausan, heldur gjörir hann og sitt til þess, að allir
eptírkomendur hans verði fjelausir. Margföld reynsla
sýnir og ljóslega hvað fágætt það er, að mikill auður
gangi í ættir í marga liði, og það eru þá aldrei nema
sumir knjerunnarnir, sem eiga nokkuð eptir af honum,
þegar stundir líða fram, en hinir eru miklu fleiri, þar
sem hans sjer engan vott; og framfarir í atvinnuvegum
manna, eru útaf fyrir sig enganvegin þessu til fyrir-
stöðu; þegar nienn fá hvatir til að ráðast í ný fyrir-
tæki, samkeppnin vex og verðlag hlutanna breytist mjög
ár frá ári, þá fá peir efnainenn, sem öðrum fremur eru
útsjónarsamir, færi á að auka stórum eign sína, en á
hinn bóginn vaxa freistingarnar til að eyða fjenu og
hætturnar við að missa það fyrir þá, sem ógætnari eru;
eyðslumanninum bjóðast ótal nýjir girnilegir hlutir, sá
sem iætur vanann ráða sjer, kann eigi að nota þá hags-
muni, sein samkeppnismaður hans notar, og verður svo
aptur úr; vaxandi tekjur einn tímann leiða inenn til að
leggja meira í kostnað en áður, en þegar tekjurnar
aptur minnka eiga menn óhægt með að minnka