Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 167
14i>
meira verðr en klæðnaðrinn. Löggjafarvaldið skipar pví
ómagaframfærslunni með lögum, en valdstjórnin ser um
framfylgd laganna. Lögin skifta framfærsluskyldunni í
tvennt. Fvrst skylda pau foreldrana, börnin og aðra
náfrændr ómagans til að færa hann fram; pau skylda
lijón til hvort annað fram að færa; pau skylda hús-
hændr til að ala hjú sín í veikindum peirra. I annan
stað fyrir skipa lögin, ef ómagi er munaðarlauss, að pá
skuli hann framfærðr á félagskostnað; en pá er ómagi
munaðarlauss, ef hann á engan framfærslumann, er for-
lagseyri á til.
Framfærsluskyldan liggr pá að lögum fyrst og
fremst á einstökum mönnum, einkanlega á náfrændum
ómagans, og síðan er hún félagsskylda, pað er: sveita-
skylda, ef annaðtveggja framfærslumenn eru eigi til eðr
peir eru menn févana. Framfærsluskylda sveitarfélag-
anna er pví eingöngu varaskylda; en framfærsluskylda
frænda og annara er jafnan frumskylda eðr aðalskylda.
I>etta átti sér pó miklu fremr stað fyrrum en nú.
Hæstaréttardómari V. Finsen hefir lýst ómagaframfærsl-
unni í hinni ágætu ritgjörð sinni um hjúskaparmál eftir
fornlögum vorum í ANO 1849, 150—331, og 1850,121—
2721 2. Framfærslubálkr lögbókar (Jóns lagabókar) er í
mörgum greinum sniðinn eftir Staðariiólsbókinni af forn-
lögum vorum. Nokkrar tilskipanir danskar um ómaga-
mál voru gjörðar hér gildandi á 18. öld, og skal peirra
síðar getið. |>ar að auki var oss gefið kóngsbr. ll.apríl
1781, er lagði nálega alt vald í framfærslumálum undir
úrskurð sýslumanna án dóms og laga. En kgsbr. 11.
apríl 1781 var aftr að mestu aftekið ineð yfirdómstilsk.
11. júlí 1800, 10. gr." Tilskipanirnar dönsku breyttu
ekki aðalefni framfærslubálks; pær gjörðu framfylgd lag-
1) Um ómagaframfærsluna sjá ANO 1850, 125.—191. 1)1., sbr.
ANO 1819, 26G. bh: sjá og Konrad Maurer: Island, 278.-322. bl.
2) Sbr. Ncfnarf.tíð. 1839, 24.-34. bl., og kansbr. 24. marz 1840.