Andvari - 01.01.1888, Page 183
165
mál. Kansbr. 24. marz 1840 telr þau með úrskurðar-
málum; en aftr telr kansbr. 4. janúar 1842 pau, að
sumu leyti að minsta kosti, með dómsmálum. En flest-
ir peir úrskurðir, er á pau mál hafa síðan lagðir verið,
telja pau að mestu leyti með dómsmálum* 1. Ef nú
móðir að óskilgetnu barni eðr sveitastjórnin fyrir henn-
ar hönd leitar liðs hjá amtmanni, samkv. tilsk. 14. okt
1763, að fá ineðlagið hjá barnsföðurnum, þar til barnið
er 10 ára, eðr til pess pað er 14 vetra, ef op. br. 6.
desbr. 1839 er álitið lög hér, pá hefir amtmaðr vald á
að ákveða upphæð meðgjafarinnar, er að minnsta kosti
nema má hálfu meðlagi með barninu pví til framfærslu
og uppeldis, og meira ef efni hans og ástæður eru svo
góðar. Amtmaðr hefir og vald til að lögbanna hús-
bónda barnsföður, sem og öðrum peim mönnum, er
kaup eðr laun eiga að lúka föður að óskilgetnu barni,
að greiða föður barnsins kaupið eðr launin í hendr.
En greiði liúsbóndinn engu að síðr föðurnum kaupið,
er húsbóndinn eftir sem áðr skyldur að greiða barns-
fúlguna, að svo miklu leyti sein lögbannaða kaupið
hrekkr til, sem skaóabætr móðurinni til handa. Anvt-
manni er og heimilt, ef faðir að óskilgetnu barni 10
vetra gömlu eðr ýngra geldr eigi meðlag sitt, pað er
amtmaðr heíir gert honum að greiða, svo á að kveða,
samkvæmt tilskipun 10. desbr. 1790, að barnsfaðirinn
skuli afplána meðlagið'. Að öðru leyti liefir meðferðÍD
verið sú, að úrskurðarvaldið hefir að vísu ákveðið fram-
færslueyrinn um pað fram er nú var sagt ; on pá er
pess vanalega getið í úrskurðinum, að málið sé dóms-
mál, pað er svo að skilja, að komi meðgjöfin eigi góð-
fúslega fram, hljóti krefjandinn að snúa sér til sátta-
nefndar og dómarans. En nú er með lögtakslögunum
1) Rg. 10. maí 1851, G.maí 1853, 11. júlí 1866 að niðrlagi, 24.
febr. 1870, lh. 7. núvbr. 1874 og 11. júní 1880.
1) Sjá nú tilsk. um afplánun fésekta 25. júní 1869, 4. gr.