Andvari - 01.01.1888, Síða 189
171
únglegt leyli til fullkomins skilnaðar'. J>ó mun frá-
skildum manni frá konu naumast verða þröngvað til að
afplána framfærslueyrinn.
Ef misdauði hjóna verðr og skifti skulu fram fara,
pá befir pað hjóna, er lengr lifir og börnin, samkvæmt
Nl. 5—2—1 og 86, framfærslu af munum búsins, með-
an búnaðr stendr óskiftr og þar til skiftuin er lokið, og
pað jafnt, hvort sem gengizt er við arfi og skuldum eðr
eigi. En ef pað hjóna, er lengr lifir, er stjúpi eðr stjúpa
og fær leyfi skiftaráðanda til að sitja í óskiftu búi1 2, pá
skilst mér sem stjúpbörnin skuli fram færast og upp alast
á búinu, eðr pó réttara sagt, af ávöxtum óskiftra arfa-
hluta sjálfra peirra í búinu, meðan til vinnast og bún-
aðr stendr. Hér af geta menn pví eigi ályktað, að
stjúpforeldrið sé skylt að fram færa stjúpbörnin á sínu
fé sjálfs, pá er foreldri barnanna er andað. Jafnvel pó
menn nú segja vili pví máli til styrkíngar, að tilsk. 25.
sept. 1850 sé hér sniðin eftir dönsku tilsk. 21. maí
1845 um sama efni, og að í henni muni vera litið til
9. gr. í tilsk. 24. janúar 1844, um skyldu stjúpforeldra
til að fram færa stjúpbörnin eftir dauða foreldranna.
En slík hugleiðíng er tilgáta tóm, með pví að hér er
als ekki nokkurt nauðsynlegt efnissamband í milli.
Með meira sanni gæti maðr getið sér pess til, að fyrir
alpíngi hafi vakað sú regla lögbókar: »Erfíngi skal
arfi fylgja æ meðan vinstc3.
1) Lögtaksl. l(i. desbr. 1885, 1. gr. 6. tölul., tilskipun um af-
plánun fésekta 25. ji'iní 1869, 4. gr., sbr. aðfararl. 4. nóvbr. 1887,
28. gr.
2) Skiftal. 12. apríl 1878 99., erfðatilsk. 25. sept. 1850,18. gr.
pau ummæli 18.gr.,að stjúpinn Jmrfi aðhafameðmæli íjárhaldsmanna
stjúpbarnanna til pess að ná leyfi til að sitja í óskiftu búi, skilst
mer hljóti að vera grundvölluð á peirri einu undirstöðu, að stjúp-
anum sö öllu síðr trúandi en holdgetnum föður barnanna að ann-
ast stjúpbörnin.
3) Arfatökur 19., framfb. 3. kap.