Andvari - 01.01.1888, Side 190
172
Ef hjón eru skilin með dómi, hættir lijúskapar-
framfærið þegar í stað með öllu.
Að minni hjggju er hið eiginlega og skilyrðislausa
hjúskaparframfæri fólgið eingöngu í pví, að hvort hjóna
skal annað fram færa. En af sameigninni eðr félags-
skapnum milli hjónanna leiðir aftr eðlilega, að frænda-
framfærisskylda hvorstveggja hjónanna um sig verðr,
sem hver önnur fjárhagsskylda, sameiginleg skylda þeirra
eðr byrði. Hinu eiginlega hjúskaparframfæri er því
lokið jafnskjótt sem hjúskapnum er lokið. Ef menn nú
telja vilja með hjúskaparframfæri forlagseyri þann, er
manni er stundum gjört, eðr og hann undirgengst sjálfr,
að leggja með fráskilinni konu sinni, verða menn svo á
að líta, sem hjúskapnum sé eigi lokið í þeirri grein.
En með hjúskaparframfæri verða naumast taldar skyld-
ur þær við sérómaga hins látna, er það hjóna tekst á
hendr, er lengr liiir, heldr eru þær skyldur eðlilega sam-
fara yfirráðum þess j-fir félagsbúinu, sem enn er ódeild
sameign hins langlífara hjónanna og erfíngja liins látna.
3. kap. Samníngsframfæri.
Samníngsframfæri kalla eg framfærsluskyldu, þá er
leiðir að lögum af samníngi manns við annan mann,
eðr og af frjálsum samníngum manna í millum.
1. gr. Franfœrsluslcylda híisbcenda við hjú sín.
Eptir hjúalögunum 26. janúar 1866 er liúsbónda
skylt að fram færa hjú sitt sjúkt endrgjaldslaust allan
vistartímann, ef ótilhlýðilegri hreytni hjúsins er eigi um
að kenna sjúkdóminn ; en eigi er húsbónda skylt að
gjalda lækni né fyrir læknislyf og aðra sérstaka hjúkr-
un, nema sjúkdómr hjúsins stafi af ótilhlýðilegri breytni
húsbóndans (21.—23. gr.). Ógildr er hverr sá samn-
íngr, er húsbóndi og hjú gjöra sín í milli, um hurtför
pess úr vistinni, þá er pað sýkist. Eari því hjúafþess-