Andvari - 01.01.1888, Side 191
173
’um sökum burt úr vist, losast húsbóndinn eigi að beldr
við framfærsluskylduna gagnvart sveit þeirri eðr mönn-
um þeim, er lijúið verða kann til þýngsla (24. gr.).
Eigi er húsbónda heimilt, að flytja hjú sjú!;t á braut,
þótt vistartíminn sé liðinn, nema læknir, sóknarprestr eðr
tveir skilríkir menn votti, að hvorki sé hjúinu né öðrum
mönnum af því nokkurr háski búinn, ella skal hús-
bóndi standa kostnað allan af hjúkrun og lækníng sjúk-
língsins (25. gr.). |>ess er að geta, að þótt húsbóndinn
einn sé nefndr, hljóta ákvæði tilskipunarinnar og að ná
til þeirra manna, er ganga í húsbónda stað. Hafi nú
hjú, það er sýktist eðr slasaðist í vistinni, eigi sjálft
efni á að lúka kostnaðinn af lækníng sinni, þá getr
húsbóndinn fengið kostnað þann endrgoldinn af vistar-
hreppi hjiísins, ef hann krefst þess, og vistarhreppr-
inn aftr af framfærsluhreppi hjúsins. En deyi hjú í
vistinni eðr meðan vistarráðin standa, skal liúsbóndinn
annast greftrun þess, ef erfíngjar hjúsins gjöra það eigi,
og fær hann aftr kostnaðinn endrgoldinn af eigum hjús-
ins ; en hrökkvi þær eigi til, þá af sveitarsjóði vistar-
hreppsins það er á vantar (26. gr.). En telja má sjálf-
sagt, að lendi útfararkostnaðr að mun á sveitarsjóði, en
hvorki á erfíngjum né öðrum mönnum, þá skuli eigi
annað telja með útfararkostnaði en gjört er, þá sveitar-
ómagi er grafinn.'
J>ótt í hjúalögunum 26. jan. 1866 sé eingöngu tal-
að um »hreppa«, en eigi jafnframt um »bæjarstjórnir€
og »bæjarsjóði«, svo þar af mætti ráða, að tilskipunin
gilti eingöngu utan kaupstaða, hefir samt þókt vafalaust,
að hún næði einnig til kaupstaðanna-’.
2. gr. Framfœrsliiskylda húslœnda oið húsmenn sína.
Eftir tilsk. 26. maí 1863 um lausamenn og hús-
1) Sjá Formálab.. einkum 08.—70. bl.
2) Formálab. 60. bls. osf.