Andvari - 01.01.1888, Page 192
174
menn má enginn maðr gjörast búsmaðr eðr þurrabúðar-
maðr (búðsetumaðr), nema bann fái leyfi til ]>ess hjá
sveitastjórninni þar, er hann ætlar að setjast að. Set-
ist maðr að í húsmensku leyfislaust, verðr hann um
það sekr 10 til 40 kr., og vinnr sér eigi sveitfesti með-
an hann dvelr þar leyfislaust, með því að dvöl hans er
ólögleg (12. gr.). Taki nú húsráðandi húsmann leyfis-
lausan í hús sín, verðr hann um það sekr 4 til 16 kr.,
»og þurfi liúsmaðrinn framfærisstyrks við, skal það til
næstu fardaga lenda á liúsráðanda án endrgjalds frá
hreppi þeim, þar sem húsmaðrinn er hrepplægr* (13.
gr.). Með húsmönnum eru og þeir menn taldir hér, er
eigi hafa meira en 1 hndr. 1 jörðu til ábúðar1.
pau hafa nú orðið forlög tilskipunar þessarar sem
flestra, ef eigi allra annara laga þeirra á landi voru, er
þröngvað hafa að mun atvinnufrelsi manna, og krefjast
framkvæmdar af hálfu landsmanna sjálfra og hinna
lægri stjórnarvalda, að þeim hefir verið næsta lítill
gaumr gefinn. Menn láta sér nægja að heimta og að
setja hörð lög og að kalla þau í ræðum og ritum »vel-
ferðarmál landsins« ; en síðan eru lögin látin liggja
hreyfíngarlaus, sem önnur óhafandi verkfæri, og býrast í
lagasöfnunum. J>að verðr eigi varið, að væri lögum
þessum harðlega beitt, mundu þau skerða næsta tilfinn-
anlega atvinnufrelsi manna. Mun því flestum þeim
mönnum, er annars þekkja og hirða um þessar laga-
greinir, sýnast bæði heilladrjúgast fyrir almenníng og
mannúðlegast að amast sem allra minst eðr als ekkivið
húsmönnum, nema menn sjái eðr reyni, að einlrverr
þeirra sé sveitarfélaginu auðsjáanlega til óhagræðis eðr
þýnglsa ; en sjá aðeins um, að húsráðandinn ræki þá
skyldu sína, að annast afglapa sinn til næstu fardaga.
1) Yfirvökur s^slumanna yfir þurrabúðarmönnum, cftir 21. gr.
regl. 8 jan. 1834, eru eigi af'teknar með þessum lagagreinum alla
þá stund, er dvöl þurrabúðarmanns er leyfislaus eðr vanlieimil.