Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 199
181
sveitfesti manna sinna, par til þær vinna sér
sveitfesti sjálfar.
III. Yinníng sveitfestis eðr framfærshiréttar.
1. Hverr maðr 16 vetra og eldri, karl kvæntr
og ókvæntr, en kona ógefin, vinnr sér fram-
færslurétt í sveitarfélagi því, er hann dvelr
í Vóglega tíu ár samflegtt eðr lengr.
2. Ekkjur og fráskildar konur vinna sér fram-
færslurétt með sömu dvöl í sveitarfélagi sem
nú var sagt, frá stund þeirri að telja, er
kona varð ekkja eðr kona skildist frá manni
sínum fullum lögskilnaði. Hafi hjúskapar-
ráðin verið frá upphafi fullkomin markleysa,
eru þau sem engin verið hefði.
Hverr maðr, ýngri sem eldri, á nú jafnan
sveitfesti í einhverju einu sveitarfélagi, en
aldrei samtíðis nema í einu. J>ar af leiðir,
að hann missir framfærsturétt sinn að frænd-
semi eðr að hjúskap jafnskjótt sem hann
vinnr sér sveitfesti sjálfr; eins hitt, sveit-
festi maðr sig oftar en um sinn, á hann
jafnan hinn síðara eðr síðasta framfiorslu-
réttinn, þar til hann viunr sér enri annan
nýan.
J>essi ákvæði laganna um sveitfesti allra lands-
manna verða menn nú að kynna sér vel og vandlega.
Kunni menn vel allar þessar reglur og viti gjörla, hvern-
ig á manni stendr, þá vita þeir hvar hverr maðr á
framfærslurétt, og livar sveitaframfærið tekr við, þá er
skylduframfærið þrýtr. En það er vandasamara að vita,
hvernig á manni stendr en margr mun ætla. Til þess
útheimtist, ef maðr leitar sveitastyrks, að vita, livort
hann sé eigi skylduómagi annars manns, og ennfremr
hvort framfærslumenn hans sé nálægir og hafi forlags-
eyri til, og hve mikinn. IJm skylduómegðina eðr skyldu-
framfærið er áðr talað, og hvernig ná megi meðlagi hjá