Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 203
185
leiksbörn konunnar fylgja framfærslusveit peirri, er móðir
þeirra fekk við giftínguna, eins og segir í 4. dæminu
hór að ofan. En því er lýst yfir í úrskurðinum, að
heimilt sé sveitarfélagi pví, er fær slíka ómegð, og er
sveitarstjórninni það skylt fyrir félagsins hönd, að höfða
skaðabótamál á liendr prestinum og þeim öðrum, svo
sem svaramönnunum, er valdið hafa hjúskaparráðunum.
í úrskurðinum 1. sept. 1863 játar stjórnarráðið hrein-
skilnislega, sem og rétt er, »að eigi sé heimild 1 lögum
»til að skylda sveitarfélag, pað er konan áðr átti sveit-
»festi í, að greiða fyrir hennar hönd tillag framfærslu-
»hreppi manns hennar*, eðr enn nákvæmara sagt, fram-
færsluhreppi móðurinnar, peim er hún fékk við gift-
ínguna.
Adam var eigi lengi í Paradís. Úrskurðarvaldið komst
hjá Skyllu, en lenti í Karybdis. Einkum eru pað úr-
skurðirnir 10. marz 1863 og 24. júlí 1868, er bera ljós-
an vott um slíkar ófarir úrskurðarvaldsins. í báðum
þessum dæmum var bóndinn stjúpi, en móðirin var
tvígift1, og stjúpbörnin pví skilgetin; pau voru og ýngri
en 16 vetra. I báðum þessum dæmum þraut bóndann
forlagseyri, svo um það var þá að gjöra : hvar áttu nú
stjúpbörnin framfærslurétt? Regl. 8. jan. 1834 segir
fortakslaust í 6. gr., að skilgetin börn fylgi framfærslu-
sveit föður síns, en æinskis annars föður, þar til þau
eru 16 vetra. En í* úrskurðinum 10. marz 1863 segir,
að eigi sé að ræða um nokkra sveitfesti stjúpbarnsins2,
því að framfærslusveit stjúpans eigi að lána honum
1) Um konuna í úrsk. 10. maiz 1863 cr petta ljóst eingöngu
eftir íslenzkunni í TíÖ. um Stj. I. 688. bl., og um konuna í úrsk.
24. júlí 1868 bara oftir orðum hreppsnefndarinnar. það er ann-
ars bágt til að vita, að æðsta úrskurðarvaldið skuli sleppa úr
svo áríðandi málsatriðum, að naumast eðr als okki verði aöð, hvort
úrskurðrinii er réttr eðr rangr.
2) þetta mundi nú annars vera kallað að svara út af eðr út
hött.