Andvari - 01.01.1888, Side 209
191
gjurir eigi ráð fyrir því atviki, er þó getr liæglega að
borið, að hjónin eigi lögheimili sitt í hvoru sveitarfe-
lagi1, og kveðr því eigi á með berum orðum, livort skil-
getinn maðr 16 vetra eðr eldri, er eigi heíir unnið ser
sveit, eiga skuli lögheimilishrepp föður síns eðr þá móð-
ur sinnar, ef liann nú var fæddr á l'óyhehnili, en eigi
utan lögheimilis móðurinnar, og þetta löglieimili henn-
ar var í öðru sveitarfélagi en lieimili föðurins. Úr þess-
ari spurníng greiðir eigi úrskurðr Pétrs amtmanns Hav-
steins 3. marz 18542, þó liann sé réttr; en um aðra
úrskurði er eigi að gjöra. Til þess nú að leysa úr
spurníng þessari, þurfum vér fyrst að gjöra oss ljósan
muninn á lögfæðíngarhreppi manns og á fæðíngarhreppi
hans; en það er sama sem að tilfæra auðkenni það, er
greinir lögfæðíngarlireppinn frá fæðíngarhreppnum. Auð-
kenni lögfæðíngarhreppsins er nú það, að maðr skilget-
inn er fæddr á lögheimili foreldranna. Auðkenni fæð-
íngarhreppsins er liitt, að maðr skilgetinn er í öllmn
þeirn þrem tilnefndu dæmum 7. gr. regl. 8. jan. 1834
fæddr utan lögheimilis foreldranna. Nú sem þessi
auðkenni fundin eru, þá er að fara eftir lögþýðíngar-
reglunni; atvik þau, er eigi eru með afvikum talin í
löggjölinni, skulu heimfærð til aðalreglunnar, með því
að atvik afvika eru teljandi, en öll atvik aðalreglu svo
sjaldan. Nú er atvikið: maðr skilgetinn fæddr á
lögheimili móðurinnar en utan lögheimiiis föðurins, eigi
nieð afvikum talið, og verðr því að lúta undir aðal-
regluna. Eftir þessu verðr þá lögfæðíngarlireppr skil-
getins manns lögheimilishreppr móðurinnar á fæðíngar-
degi hans, þótt löghéimilishreppr föðurins sé þá annar
en hennar. í annan stað, hafi móðirin ekki fastlieimili
átt, þá er hún varð léttari, þá verðr lögfæðíngarhreppr
rnanns lögheimilishreppr föður lians, með því að atvik
1) Sbr. tilsk. 30. apríl 1824. 18. gr.
2) Sjá ráðg. 28. ágiist 1867.